Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 159
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
158
jafnt sem karla.53 Í frétt Stjórnarráðsins sagði auk þess um meginatriði í
niðurstöðum skýrslunnar um kynbundin atriði sem huga bæri að:
Er á það bent að aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum
miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem á end-
anum gagnast öllum, bæði konum og körlum. Flest jafnréttismark-
mið áætlunarinnar tengjast fyrirliggjandi mun á stöðu kynjanna.
Undirrót þess kynjamunar er ójöfn staða kvenna og karla á vinnu-
markaði, kynbundinn launamunur og ójöfn byrði ólaunaðra um-
önnunar- og heimilisstarfa. Segir í skýrslunni að undirstaða þess að
bæði kynin geti lagt sitt af mörkum í umhverfis- og loftslagsmálum
er að jafna þessa ójöfnu stöðu.
Ef konur og karlar eigi að leggja jafnt af mörkum til að koma
í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að breyta neytendamynstri
sínu yfir í vistvænni lífsstíl, verði því sérstaklega að beina sjónum að
körlum og því neyslumynstri og lífsstíl sem þeir fylgja.54
af þessu má greinilega ráða það sem vistfemínistar hafa margsinnis bent
á, það er að það skiptir máli að horfa á umhverfismál, og lausnir í þágu
umhverfisverndar, út frá fleiri hagsmunum og breytum en ríkjandi megin-
straumshugmyndum sem í flestu mistakist að taka tillit til kynjasjónarmiða
og annars margbreytileika samfélagsins. Niðurstaðan verði strax önnur,
sanngjarnari og markvissari, ef kynjasjónarmið séu samþætt öðrum um-
hverfissjónarmiðum. Þessi skýrsla er tekin hér sem dæmi um áherslur á borð
við þær sem vistfemínismi felur í sér. Þannig má segja að vistfemínísk sjónar-
mið hafi örlítið komið við sögu í umhverfismálaumræðu á fyrsta fjórðungi
þessarar aldar, þau rötuðu að minnsta kosti inn í framangreinda skýrslu frá
stjórnartíma tveggja áðurnefndra flokka sem höfðu stefnumál sem lágu frá
miðju til vinstri, og settu kvenfrelsi, jafnréttismál og umhverfismál á oddinn.
Í stjórnarsáttmála þessara flokka vorið 2009 var hins vegar ekki sérstaklega
tilgreint að samþætta skyldi kynjasjónarmið og umhverfismál í umhverfis-
málakafla stjórnarsáttmálans. En í öðrum köflum sáttmálans kemur fram að
auka skuli vægi jafnréttismála með ýmsum aðgerðum og hafa kynjasjónarmið
að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar svo þær gagnist bæði körlum
53 „Ný áfangaskýrsla um kynjaáhrif loftslagsmála“, Stjornarradid.is, 10. október 2012,
sótt 19. júní 2022 af https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-
rit/2012/10/10/Ny-afangaskyrsla-um-kynjaahrif-loftslagsmala/.
54 Sama heimild.