Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 160
GRæNN FEMÍNISMI
159
og konum. Þessa gætti í stjórnarstarfinu á þessum árum, eins og sagði hér
að ofan um kynjaða hagstjórn í stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna árin
2009 til 2013.55
En hvað gerðist svo? Má finna vistfemínískar áherslur í næstu stjórnar-
sáttmálum, það er að huga beri að kynjasjónarmiðum í stefnumótun um
aðgerðir í umhverfismálum? Stutta svarið við þessu er neitandi og þá með
vísan til stefnu síðustu ríkisstjórna frá og með árinu 2013 eins og hún birtist
í stjórnarsáttmálunum, en þó skal tekið fram að hér er sjónarhornið tak-
markað við þessar tilteknu heimildir. allar stjórnir á þessu tímabili höfðu
hins vegar almennt orðalag í stjórnarsáttmála um jafnréttismál í tengslum
við ýmsa málaflokka aðra en umhverfismál.56
Sérstakur kafli er í sáttmála núverandi ríkisstjórnar um markmið í lofts-
lagsmálum með vísan í Parísarsamkomulagið svokallaða. En þar gætir ekki
vistfemínískrar sýnar, í þeirri merkingu að kyn (kyngervi) og umhverfismál
séu nefnd jöfnum höndum og samþætt heldur ber stefnuskrártextinn merki
þeirrar almennu vísindalegu og pólitísku nálgunar sem vistfemínistar, líkt og
Greta Gaard og fleiri, hafa gagnrýnt, það er horft er á loftslagsmálin og að-
gerðamarkmið út frá hefðbundnum sjónarhóli almenns orðalags. Áherslan
beinist að vísindalegum og tæknilegum lausnum fremur en að kallað sé eftir
endurskoðun á ríkjandi fyrirkomulagi stjórnmála, efnahags- og atvinnulífs í
þágu samþættingar kynjasjónarmiða og umhverfisverndar í anda vistfemín-
ismans.57
Hér er þó rétt að staldra við og hnykkja á að stjórnarsáttmálinn segir ekki
alla söguna. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir meðal annars að í framkvæmda-
55 Vorið 2009 til 2013 voru Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð í ríkis-
stjórn, sjá stjórnarsáttmála: „Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar 2009“, Stjornarradid.is,
10. maí 2009, sótt 8. júní 2022 af https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/sogulegt-
efni/um-rikisstjorn/2009/05/10/Samstarfsyfirlysing-rikisstjornar-2009/.
56 Þess ber að geta að síðasti áratugur var í ýmsu óvenjulegur í íslenskri pólitík í kjöl-
far bankahrunsins og síðan tíðra stjórnarskipta í kjölfar stjórnarslita. Árin 2013 til
2016 voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur við stjórn, frá ársbyrjun 2017 til
hausts 2017 voru það Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð, og frá nóvem-
berlokum 2017 til ársloka 2021 ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sjá stjórnarsáttmála þessara ríkisstjórna:
„Stefnuyfirlýsingar fyrri ríkisstjórna frá 1995“, Stjornarradid.is, sótt 10. júní 2022 af
https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/sogulegt-efni/stefnuyfirlysingar-fyrri-rikis-
stjorna/.
57 „Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs“, Stjornarradid.is, sótt 12. janúar 2022 af https://
www.stjornarradid.is/rikisstjorn/stjornarsattmali/.