Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 161
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
160
áætlun um jafnréttismál fyrir árin 2020–2023 er kveðið á um sérstakt sam-
starfsverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og utanríkisráðuneytis-
ins um að lögð verði áhersla á að rödd kvenna heyrist í loftslagsmálum. Í
því felist meðal annars að stuðla að því að jafnréttissjónarmið séu höfð til
hliðsjónar við gerð alþjóðlegra samninga um umhverfis- og loftslagsmál.58
Þessi áætlun var samþykkt á síðasta kjörtímabili, nánar tiltekið í lok árs
2019.59 Sömu flokkar voru þá við völd og nú eftir síðustu kosningar, þann-
ig að gera mætti ráð fyrir áframhaldi á þessari áætlun, en síðasta uppfærsla
á stöðu verkefnisins á vef Stjórnarráðsins er frá október 2021, það er frá
síðasta kjörtímabili. Samkvæmt markmiðum framkvæmdaáætlunarinnar er
stefnan sú að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í allri stefnumótun
og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins. Meðal þeirra málaflokka
sem sérstaklega eru listaðir upp með tenglum á síðu verkefnisins er þó ekki
hlekkur á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða.60
Áherslu á tengsl jafnréttis og umhverfismála má hins vegar finna í Að-
gerðaáætlun í loftslagsmálum frá því í júní 2020. Þar kemur meðal annars fram
að víkja þurfi frá hinum gömlu hefðbundnu mælikvörðum og beita nýju
sjónarhorni eigi að ná árangri, meðal annars jafnréttis og kynjasjónarmiðum:
aðgerðir gegn loftslagsvánni eru umfangsmiklar og verkefnið
vandmeðfarið. Tryggja þarf að aðgerðir veiki ekki stöðu viðkvæm-
ustu hópa samfélagsins og auki á ójöfnuð. Ísland hefur verið í farar-
broddi í jafnréttismálum og jafnréttismál og umhverfismál eru ná-
tengd. allar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verða um leið að
stuðla að félagslegu réttlæti og jafnrétti í samræmi við heimsmark-
mið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hér á landi hefur
staðið yfir viðamikil vinna við þróun velsældarmælikvarða í stað
hefðbundinna mælikvarða um verga landsframleiðslu og hagvöxt.
Nýju mælikvarðarnir ganga út á hagsæld og lífsgæði og þar er tekið
58 „almennt um stöðu jafnréttismála á Íslandi“, Stjornarradid.is, (forsætisráðuneytið),
sótt 25. janúar 2022 af https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafn-
retti/jafnretti/um-jafnretti-kynjanna/.
59 „Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020–2023“, Stjornarradid.is, (forsætisráðu neytið),
sótt 25. janúar 2022 af https://www.stjornarradid.is/verkefni/mann rettindi-og-jafnretti/
jafnretti/framkvaemdaaaetlun-i-jafnrettismalum-/.
60 „Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða“, Stjornarradid.is, (for sætis ráðu neytið), sótt
25. janúar 2022 af https://www.stjornarradid.is/verkefni/mann rettindi-og-jafnretti/jafn-
retti/framkvaemdaaaetlun-i-jafnrettismalum-/stok-adgerd/?itemid=6c8bc85b-fe8b-11ea-
8123-005056 bc8c60.