Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 162
GRæNN FEMÍNISMI
161
tillit bæði til félagslegra þátta og umhverfisþátta. Markmiðið er að
hverfa frá því að einblína eingöngu á hagvöxt, óháð því hvernig
hann er tilkominn, og hanna þannig grunn að sjálfbæru hagkerfi.61
Á öðrum stað í áætluninni er hnykkt á mikilvægi þess „að aðgerðir í lofts-
lagsmálum miði samhliða að auknu jafnrétti og jöfnuði, en verði ekki til
þess að auka á misrétti. Réttlát umskipti eigi sér þannig stað.“62 Íslandi beri
að hafa leiðandi rödd í baráttu við loftslagsvána, með góðu fordæmi, segir
á öðrum stað, enda hafi á alþjóðavettvangi sú afstaða Íslands verið „undir-
strikuð að mannréttindi, félagslegt réttlæti og jafnrétti kynjanna séu sam-
tengd loftslagsmálum og allar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði að
taka mið af því.“63 loftslagsbreytingar af mannavöldum muni hafa stórfelld
áhrif á samfélag til skemmri og lengri tíma litið og sama eigi við aðgerðir til
viðspyrnu gegn því. „Áhrifin geta verið misjöfn eftir hópum, svo sem með
tilliti til kyns, stéttar, atvinnu og fötlunar. aðgerðir í loftslagsmálum þurfa
að miða samhliða að auknu jafnrétti og jöfnuði, en ekki verða til þess að auka
á misrétti. Réttlát umskipti þurfa þannig að eiga sér stað.“64
Niðurstöður
Vistfemínismi er femínísk umhverfishyggja þar sem kvenfrelsishugsjónir og
umhverfisvernd eru samþætt. Innan þessa hefur verið litið á kynin út frá
eðlishyggju með áherslu á tengsl kvenna sem mæðra og móður jarðar en sú
afstaða hefur jafnframt verið gagnrýnd og því haldið fram að staða kynjanna
innan samfélags ráðist af félagslegum en ekki líffræðilegum atriðum. Þessi
andstæðu viðhorf eiga það þó sameiginlegt að horft er á náttúruna sem vist-
kerfi, sem fóstru og móður alls lífs, og að hana beri því að virða og vernda.
Stefnan er að konur komi að málum þegar ákvarðanir eru teknar sem varða
sambúð manns og náttúru og að hagsmunir kvenna séu teknir með í reikn-
61 „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að
samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030“, Stjornarradid.is, (umhverfis- og
auðlindaráðuneytið), júní 2020, bls. 17, sótt 26. janúar 2022 af https://www.stjorn-
arradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/adgerdaaetlun%20i%20loftslagsmal-
um%20onnur%20utgafa.pdf.
62 Sama heimild, bls. 14; sjá einnig: „Stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum“,
Stjornarradid.is, (umhverfis- og auðlindaráðuneytið), september 2021, sótt 26. janú-
ar 2022 af https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/lofts-
lagsmal/adgerdaaaetlun-i-loftslagsmalum/.
63 „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“, bls. 23.
64 Sama heimild, bls. 81.