Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 163
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
162
inginn í allri umræðu um umhverfismál í stað þess að almennt sé miðað
við meginstraumshugmyndir sem hafa karllæga slagsíðu sökum hefðar og
ríkjandi kynjamisréttis og undirmálsstöðu kvenna. Vestræn menning er
karllæg og fjandsamleg náttúrunni þar sem hún byggist á yfirráðastefnu og
drottnun í grunninn; og rétt eins og karlaveldið kúgi konur þá kúgi það
náttúruna. Náttúrusýn vísindabyltingar og tæknihyggju er gagnrýnd fyrir
að fela í sér sömu kúgunarstefnu gagnvart náttúru og ríki gagnvart konum
í feðraveldinu. Orsök umhverfisvanda nútímans liggi í hinu mannhverfa
sjónarhorni og sé sök karlveldisins. Umhverfisfemínistar andmæla og hafna
þeirri hugmyndafræði sem stillir manninum ofar náttúrunni og karlmann-
inum ofar konunni. Náttúra og menning séu jafngild og það eigi einnig við
um karla og konur. Umhverfismál og kvenfrelsismál fari því saman og ójafn-
réttið í sambúð manns og náttúru, á kostnað náttúrunnar, verði ekki leyst
nema með því að uppræta kynjamisrétti og annað þjóðfélagslegt misrétti
ríkjandi feðraveldis.
Dropinn holar steininn. Vistfemínismi byrjaði sem róttæk jaðarhug-
myndafræði en boðskapur stefnunnar, það er áherslan á mikilvægi þess að
skoða umhverfismál út frá stöðu og sjónarmiðum kvenna en ekki aðeins
karla, virðist vera að seytla inn í íslenska stjórnkerfið, og þar með að marka
spor í orðræðu meginstraumsins, sé til dæmis litið til nýlegra markmiða
stjórnvalda í formi framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál og aðgerðaáætl-
unar í loftslagsmálum. Hvernig svo munu fara saman orð og efndir verður
tilefni til nýrra rannsókna.
Ú T D R Á T T U R
Kvenfrelsisbarátta síðustu rúmlega hundrað árin hefur markað spor í hugarfar, ekki
aðeins á Vesturlöndum heldur alþjóðlega. En saga femínisma inniber einnig skörun
við baráttu fyrir verndun náttúru og umhverfis. Þessi hugmyndafræðilegi þráður,
femínísk náttúrusýn, fæddi af sér nýjan meið innan femínisma sem almennt gengur
nú undir heitinu vistfemínismi á íslensku. Í þessari grein er fjallað um nokkur meg-
inatriði í hugmyndafræði vistfemínisma og hvernig þessarar stefnu hefur gætt hér
á landi í umræðu um jafnréttismál og umhverfisvernd. Fjallað er um upphaf vist-
femínisma á Íslandi eins og hann birtist í rituðum heimildum. Horft er til upphafs
þessarar hugmyndastefnu á Íslandi, hvaða hugmyndir voru þar ofarlega á baugi og
hvort finna megi áhrif vistfemínisma í stefnu stjórnvalda í umhverfismálum á síðustu
árum. Varðandi þetta síðarnefnda þá afmarkast rannsóknin hér við útgefna stefnu