Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 166
Hólmfríður Garðarsdóttir
Þrautseigar og þora!
Áhrif kvennabaráttu víða um Rómönsku-Ameríku
Inngangur
Barátta mið- og suður-amerískra kvenna fyrir ákvörðunarrétti yfir eigin ör-
lögum er ágætlega þekkt frá þeim tíma sem Evrópumenn hertóku álfuna á
16. öld. Sem dæmi má nefna að í sagnaljóðinu La Araucana eftir Alonso de
Ercilla y Zúniga, sem út kom á Spáni árin 1569, 1578 og 1589, er sögð sagan
af hernámi Spánverja á því landi sem í dag kallast Síle.1 Frumbyggjar land-
svæðisins sem um er fjallað voru Arákar og viðnámi þeirra, andspyrnu og
síðar útrýmingu er nákvæmlega lýst. Á síðustu árum hafa þeir kaflar (s. can-
tos) sem segja frá virkri þátttöku kvenna í vopnuðum átökum og andspyrnu
frumbyggja vakið sérstaka athygli.2 Höfundur lýsir samheldnum hópi líkam-
lega sterkra og slóttugra kvenna sem eru í senn útsjónarsamar og hugaðar í
varnarbaráttu sinni. Sjónarhorn höfundar gefur til kynna óttablandna virð-
ingu og undrun, ásamt þeirri staðföstu trú að innrásarliðinu beri að brjóta
frumbyggja á bak aftur og helst útrýma öllum þeirra ættlegg.3
Í einu sögubókinni sem til er um málefni álfunnar á íslensku til þessa,
Þættir úr sögu Rómönsku-Ameríku (1976),4 bendir höfundurinn, Sigurður
1 Alonso de Ercilla y Zúniga, La Araucana, ritstjóri Isaías Lerner. Madríd: Cátedra.
Letras Hispánicas, 1993. Verkið telur einar 8-900 síður og kom út í þremur hlutum.
Arákar eru frumbyggjar af ættbálki Mapuche indíána.
2 Sjá inngang Isaías Lerner hjá Cátedra útgáfunni (bls. 32–33) og umfjöllun Cedom-
il Goic um birtingarmyndir kvenna í verkinu. „La Araucana de Alonso de Ercilla;
unidad y diversidad“, 2006, Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://biblioteca.org.ar/li-
bros/134176.pdf.
3 Ercilla dvaldi í Nýja heiminum svokallaða á árunum 1556 til 1563.
4 Sigurður Hjartarson, Þættir úr sögu Rómönsku Ameríku, Reykjavík: Mál og menning,
1976.
Ritið
2. tbl. 22. árg. 2022 (165-186)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.2.6
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).