Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 167
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
166
Hjartarson, á að „[í] kjölfar Kólumbusar hafi komið til álfunnar mikill fjöldi
ævintýramanna sem freista vildi gæfunnar“5 og að nýja embættismannakerf-
inu var ætlað „að varðveita lög og reglu“6 að evrópskri fyrirmynd. Valda-
elítan var skipuð körlum, ungum evrópskum körlum, sem tóku sér frum-
byggjakonur til brúks og þræla til eignar. Til viðbótar við arðrán auðlinda
og yfirtöku lands var eitt helsta markmið þeirra að kristna íbúa álfunnar.
Kennisetning kaþólsku kirkjunnar mótaði þannig smám saman grunnstef
allra samfélagslegra viðmiða, viðhorfa, menningar og hugmynda um hlýðni,
undirgefni og trú á velgjörð og boðvald feðraveldisins. Skilningur „hinna
hvítu herra“7 á kristilegu siðgæði laut að því að konur væru óæðri körlum,
þær væru eign föður, bróður eða eiginmanns, nytu ekki eigin réttinda og
að hlutverk þeirra væri að þjóna.8 uppruni íbúanna, kynstofn og kynferði
réð því frá upphafi sagnaritunar í Rómönsku-Ameríku úrslitum um aðgengi
að gögnum og gæðum samfélagsins. Sú stéttskipting festist í sessi að af-
komendur Evrópumanna sátu að kjötkötlunum, en frumbyggjar hokruðu á
jaðrinum og lápu dauðann úr skel.
Argentínska fræðikonan María Lugones rekur í grein sinni „Toward a
Decolonial Feminism“ afleiðingar þess að hernámsliðið vann skipulega að af-
mennskun frumbyggja álfunnar.9 Árásargjarni villimaðurinn var indíánskur
karlmaður; konurnar ósamboðin kynferðisleg viðföng og þjónar, sem þó sátu
skör ofar en karlarnir.10 Þegar nýlendufyrirkomulagið festist í sessi fóru land-
stjórar og aðrir yfirmenn að kalla eftir eiginkonum og dætrum yfir hafið.
Fjölmargar fræði- og skáldkonur álfunnar hafa á undanförnum áratugum
beint sjónum að hlutverki þessara kvenna og verksviði – eða skorti þar á.11
Sumar hafa fjallað um stöðu þeirra af samúð, aðrar af skilningi á tíðaranda
5 Sama rit, bls. 55.
6 Sama rit, bls. 60.
7 Sama rit, bls. 61.
8 Ana Laura Martín og Adriana María Valobra, Dora Barrancos. Devenir feminista. Una
trayectoria político-intelectual, Buenos Aires: CLASCO, 2020. Sjá einnig pistil á Hug-
rás https://hugras.is/2015/11/kynthattastefna-og-radandi-ahrif-darwins/.
9 María Lugones, „Toward a Decolonial Feminism“, Hypatia, 25: 4/2010, bls. 742–759.
10 Sjá skrif Domingo Faustino Sarmiento (1811–1888), forseta Argentínu frá 1868 til
1874, í Conflicto y armonías de las razas en América, Buenos Aires: Biblioteca Quiroga
Sarmiento, 2007 [1883], Inmigración y colonización, Buenos Aires: universidad Na-
cional de la Matanza, 2001 [1899] og Facundo. Civilización y barbarie, Buenos Aires:
Biblioteca del Congreso de la Nación, 2018 [1845].
11 Dora Barrancos, Mujeres en la sociedad argentina. Una historia de cinco siglos, Buenos Ai-
res: Ed. Sudamericana, 2007. Sjá einnig gagnabanka þjóðarbókhlöðu Síle. Sótt þann
28. ágúst af https://www.archivonacional.gob.cl/galeria/mujeres-en-la-colonia.