Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 168
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
167
og aðstæðum á meðan enn aðrar hafa beint beittri gagnrýni að allt umlykj-
andi heljartökum karla, afkomendum hvítra Evrópumanna, á öllum sviðum
samfélagsins.12 Hugmyndir kaþólsku kirkjunnar réðu miklu um þann stakk
sem konum var sniðinn. Hin dyggðuga, kyrrláta og undirgefna kona sem
setur þarfir og langanir annarra á oddinn og væntir hvorki né krefst nokkurs
til handa sér sjálfri var ráðandi viðmið. Ímynd hinnar bljúgu fórnfúsu meyjar
varð sú fyrirmynd sem ungum konum bar að fylgja. Fast mótuð darvínsk
stéttaskipting sem byggði á hugmyndum um yfirburði hvítra karla rígfestist
þannig í sessi á 17. og 18. öld.13
Til að skilja enn betur sögu og aðstæður kvenna í Rómönsku-Ameríku og
kröftuga viðspyrnu karla við kröfum þeirra um aukið pláss innan samfélags-
gerðarinnar sem var í mótum er ekki úr vegi að þekkja hugtökin „mach-
ismo“ og „marianismo“ sem gjarnan ber á góma þegar vísað er til hlutverka
karla og kvenna í hinum spænskumælandi heimi. Annars vegar er áherslan
á yfirburðastöðu karla vegna líkamsburða þeirra og áræðis og hins vegar
til þjónustulundar, lítillætis og fórnfýsi kvenmanna.14 Að auki vísar fyrra
hugtakið til fyrirvinnuhlutverks föður innan fjölskyldunnar og til þess sem
tekur ákvarðanir og stjórnar, án þess þó að taka þátt í daglegum athöfnum
innan veggja heimilisins.15 Á hinum enda ássins, benda Karen Englander
og samstarfsfólk hennar á, eru heiðvirðar, hlýðnar og hljóðlátar eiginkonur,
systur og dætur. Einkalífið er þeirra umráðasvæði á meðan opinbert líf til-
heyrir körlunum.16 Þýska fræðikonan Barbara Potthast bendir á það í bók
sinni Madres, obreras, amantes … (2010) að einungis 10% þeirra kvenna sem
fylgdu spænska innrásarliðinu voru ókvæntar.17 Hinar voru bundnar fjöl-
skylduböndum og þeirra var að viðhalda spænskum og/eða evrópskum hefð-
12 Marta Lamas, Dimenciones de la diferencia. Buenos Aires: CLASCO, 2022. Sjá einn-
ig skýrslu CEPAL, Etnicidad, „raza“ y equidad en América Latina. 2000. Sótt þann
28. ágúst 2022 af https://repositorio.cepal.org/bitstream/handle/11362/31450/
S008674_es.pdf?sequ, hér af bls. 4 –15.
13 Á spænsku er talað um „darvinismo social“, sjá skýrslu CEPAL, bls. 19.
14 Lineke Stobbe, „Doing Machismo. Legitimating Speech Acts as a Selection Disco-
urse“, Gender Work & Organization, 12: 2/2005, bls. 105–123, hér af bls. 110.
15 Yolanda Mayo, „Machismo, Fatherhood and the Latino Family“, Journal of Multi-
cultural Social Work, 1997, vol. 5 (1/2), bls. 49–61, hér af bls. 51.
16 Karen Englander, Carmen Yañez og Xochiti Barney, „Doing science within culture
of machismo and marianismo“, Journal of International Women´s Studies, 13: 3/2012,
bls. 65–85, hér af bls. 69.
17 Barbara Potthast, Madres, obreras, amantes… Protagonismo femenino en la historia de
América Latina, þýðandi Jorge Luis Acanda, Madríd: Iberoamericana-Vervuert,
2010 [2003], hér af bls. 59.