Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 172
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
171
klúbba.32 Jarðvegurinn var frjór og brátt fór að bera á andófi þeirra gegn
ríkjandi skipulagi, viðhorfum og gildum. Kreppuárin sem fylgdu fyrri heim-
styrjöldinni, kreppunni miklu um 1930 og síðari heimstyrjöldinni breyttu
í kjölfarið aðstæðum kvenna um álfuna alla. Asunción Larvin bendir á að
sjálfstæði þeirra hafi skerst umtalsvert með atvinnumissi og stuðlað að því að
margar konur urðu háðari eiginmönnum, bræðrum eða feðrum um lífsvið-
urværi og afkomu en hugmyndir þeirra höfðu staðið til.33 Vanmáttarkennd,
gremja, ófullnægður metnaður í bland við nýfengið sjálfstraust, og margs
konar hæfni og færni, virkaði sem bensín á bálið. Konum óx ásmegin og það
gerði barátta þeirra einnig. Þær komu saman í hópum og útfærðu tillögur
að breytingum á lögum um almenna réttarstöðu í samfélaginu, svo sem um
kosningarétt, erfðarétt, félagarétt og skilnað. Þær fylgdu þeirri vinnu eftir
með fjöldasamkomum og mótmælum á götum og torgum úti. Raddir þeirra
urðu æ háværari og viðspyrnan við umleitunum þeirra var kröftug. Sem
dæmi má nefna að á árunum 1888 til 1932 tók argentínska þingið sautján
sinnum til umræðu frumvarpið um rétt kvenna til að fara fram á skilnað og
ekkert gekk.34 Ein þeirra sem lét til sín taka var ítalski innflytjandinn Juli-
eta Lanteri sem braut blað með réttindabaráttu sinni. Hún lauk ung prófi
í læknisfræði og árið 1911 mætti hún á kjörstað í Buenos Aires og skilaði
atkvæði. Ástæðan var sú að ekki var sérstaklega tekið fram í lögum að konur
mættu ekki kjósa. Í kjölfarið var lögum landsins breytt og nýju ákvæði um
að konur hefðu ekki kosningarétt bætt við.35 En Julieta Lanteri lét það ekki
stoppa sig. Hún stofnaði Kvenfrelsisflokkinn (s. Partido Feminista Nacional),
sem hafði að markmiði að halda sjónarmiðum kvenna á lofti og upplýsa þær
32 Wanda C. Krause, gerir að umtalsefni að körlum hafi staðið ógn af háu starfshlut-
falli kvenna, lægri launum þeirra og starfsvali. Kennslu- þjónustu- og afgreiðslustörf
voru nógu kvenleg og því ásættanleg, en verksmiðjustörfin alls ekki. „The role and
example of Chilean and Argentinian mothers in democratization“, Development in
Practice, 14: 3/2004, bls. 366–380. Hér af bls. 369.
33 Asunción Lavrin, Women, feminism, and social change in Argentina, Chile, and Uru-
guay 1890-1940, Lincoln, Nebrasca: university of Nebraska Press, 1995, hér af bls.
53–54.
34 Sama rit, bls. 236.
35 Án höfundar, „Julieta Lanteri, una pionera en la lucha por la igualdad de derec-
hos“, Ministerio de la Cultura Argentina, 22. mars 2021. Sótt þann 28. ágúst 2022 af
https://www.cultura.gob.ar/julieta-lanteri-sus-frases-sus-luchas-su-historia-en-10-
hitos-8814/. Sjá einnig Marcela Cantero, „Julieta Lanteri y la mujer argentina“, La
voz interior, 4. mars 2008, án blaðsíðutals. Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://se-
arch.proquest.com/docview/378167393/fulltext/F279C30C3A2645F8PQ/1?acon-
unit=13593.