Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 174
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
173
irnar sérstaka kvennahreyfingu innan argentínska Perónistaflokksins árið
1949 skráði hálf milljón kvenna sig til leiks á tæpu ári.40 Svipaða sögu er
að finna víða um álfuna á fyrri hluta 20. aldar. Má þar nefna öflugt starf
kvennasamtaka í Síle, þótt atkvæðamest hafi Frelsishreyfing síleskra kvenna
(s. Movimiento Pro-Emancipación de las Mujeres de Chile) verið. Hún starfaði
á árunum 1923–1953 og setti mál eins og kosningarétt kvenna, rétt til erfða
og virka þátttöku kvenna á vinnumarkaði á oddinn.41 Hvað Mexíkó varðar
hefði mátt ætla að barátta kvenna þar hefði verið auðveldari í ljósi stefnuyfir-
lýsingar byltingarflokksins PRI (s. Partido Revolucionario Institucional) sem
komst til valda í kjölfar byltingar árið 1929 og ríkti til 2000, en sú var aldeilis
ekki raunin.42 Varðstaða valdaelítu landsins um feðraveldið og óbreytt ástand
stóð óhaggað og hefur mótað samfélagskipan í Mexíkó með afgerandi hætti
til dagsins í dag.43
Þegar Sameinuðu þjóðirnar kölluðu loks til fyrstu kvennaráðstefnunnar í
Mexíkóborg árið 1975 var jarðvegurinn því frjór. Konur flykktust til landsins
og þótt yfirvöld margra landa hafi sent embættismenn af karlkyni sem full-
trúa sína varð samtímis og samhliða til óformleg grasrótar-kvenna-ráðstefna,
svokallað Forum, þar sem fulltrúar óopinberra kvennasamtaka komu saman
og réðu ráðum sínum.44 Raddir kvenna frá Rómönsku-Ameríku voru sérlega
áberandi enda beittar, gagnrýnar og háværar. Konur kröfðust úrbóta.45 Full-
40 Barbara Potthast, Madres, obreras, amantes … Hér af bls. 272. upplýsingar um Rétt-
lætis- eða jafnræðisflokkinn, „El partido justicialista“ sóttar þann 28. ágúst 2022 af
https://www.pj.org.ar/.
41 „El Movimiento Pro-Emancipación de las Mujeres de Chile, MEMCH (1935-
1953)“, sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.memoriachilena.gob.cl/602/w3-ar-
ticle-3611.html og „Organizaciones feministas de la primera mitad del siglo XX“,
sótt sama dag af http://www.memoriachilena.gob.cl/602/w3-article-96052.html.
42 Patricia Galeana o.fl., La Revolución de las mujeres en México, México: Instituto Na-
cional de Estudios Históricos de las Revoluciones de México, 2014, bls. 15–33.
43 Sjá greiningu CEJIL (Center for Justice and International Law), „El combate a la
violencia patriarcal sigue sin ser prioridad en los presupuestos“. Sótt þann 28. ágúst
2022 af https://cejil.org/blog/mexico-el-combate-a-la-violencia-patriarcal-sigue-
sin-ser-prioridad-en-los-presupuestos/.
44 Monica Traducci bendir á að samtök eins og unión Feminista Argentina (uFA) og
Movimiento de Liberación Feminsta (MLF), sem sett hafa mark sitt á baráttuna
fyrir þungunarrofi í Argentínu, eigi rætur að rekja til ráðstefnunnar í Mexíkó árið
1975. „Escenas y clase de la lucha por el derecho al aborto en Argentina“, Salud
Colect, 14: 3/2018, bls. 425–432.
45 Árið 1980 var sams konar ráðstefna haldin í Kaupmannahöfn, árið 1985 í Naíróbí,
Kenía og árið 2000 í Beijing, Kína. „World Conferences on Women“, sótt þann 28.
ágúst af https://www.unwomen.org/en/how-we-work/intergovernmental-support/
world-conferences-on-women.