Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 175
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
174
trúar ýmissa stjórnmálahreyfinga á vinstri væng stjórnmálanna létu til sín taka
og félagasamtök ýmiss konar, svo sem samtök frumbyggjakvenna, blökku-
kvenna, námuverkakvenna, alþýðukvenna, húsmæðra, rithöfunda, kennara,
stjórnmálakvenna og fleiri, sendu fulltrúa og konur leituðu samhljóms í kröfu-
gerð sinni. Samnefnari þátttakenda ráðstefnunnar kom brátt í ljós og fannst í
því að skilgreina kvenréttindi sem mannréttindi, benda á hvar skóinn kreppti
og á leiðir til úrbóta. Samhliða hélt fræðileg greining áfram og þátttakendur
héldu til síns heima með hugmyndafræði kvenfrelsis að leiðarljósi.46
Og, konum óx ásmegin. Ein af best þekktu fjöldahreyfingum kvenna í
Rómönsku-Ameríku á alþjóðavísu kom fram á sjónarsviðið í kjölfarið, það er
Mæður Maítorgsins svokallaðar (s. Las Madres de la Plaza de Mayo). Tilurð
þeirra má rekja til ársins 1977 þegar fámennur hópur kvenna mætti fyrir fram-
an forsetahöll Argentínu, Bleika húsið (s. La Casa Rosada), í höfuðborginni
Buenos Aires.47 Herforingjastjórn var við völd og hermenn á hverju horni.
Konurnar báru myndir af börnum sínum, eiginmönnum, bræðrum, systrum
eða öðrum fjölskyldumeðlimum sem horfið höfðu sporlaust í tilraunum her-
stjórnarinnar til að hreinsa til á vinstri væng stjórnmálanna.48 Í þeim hópi
voru ekki hvað síst aðgerðarsinnar úr verkalýðs- og stúdentabaráttu þess tíma,
kennarar, rithöfundar og fjölmiðlafólk. Yfirleitt var um ungt fólk að ræða. Það
var hundelt, fangelsað, pyntað, því var nauðgað og það drepið.49
Konurnar komu saman alla fimmtudaga. Þær auðkenndu sig með hvítum
46 Hugtak sem Cabrera Bosch skilgreinir sem: „un movimiento reivindicador de un
nuevo estatus personal, social y jurídico para la mujer. Se trata pues de una lucha,
llevada a cabo por las mujeres, en un intento de conquistar un destino propio -que
les suponga la adquisición de todos los derechos reservados anteriormente a los
hombre- y que les permita participar en las tareas comunitarias sin excepciones.“
Hólmfríður Garðarsdóttir, La reformulación de la identidad genérica en la narrativa de
mujeres argentinas de fin de siglo XX, Buenos Aires: Corregidor, 2005, bls. 34.
47 Fimmtudaginn 30. apríl 2021 vöktu stjórnvöld athygli á því að 2244 sinnum höfðu
konur komið saman á torginu. „A 44 años de la primera ronda de Madres de Plaza
de Mayo“, sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.argentina.gob.ar/noticias/44-
anos-de-la-primera-ronda-de-madres-de-plaza-de-mayo.
48 um það vitna t.d. kvikmyndirnar Infancia clandestina (1979), La historia oficial (1985),
La noche de los lápices (1986), Garaje Olimpo (1999) og Crónica de una fuga (2006), auk
fjölda heimildamynda, tónlist þeirra Mercedes Sosa og Leóns Gieco, auk annarra,
mannréttindaskýrslan Núnca más (1986) og óteljandi bókmenntaverk, eins og skáld-
sögur Cristinu Feijóo Memorias del río imóvil (2001) og La casa opertiva (2007).
49 Nú er vitað að flogið var með hundruð líka út yfir Atlantshafið og þeim fleygt í sjó-
inn, á sama tíma og öðrum var sturtað í brunna og fjöldagrafir víða um land. Samtök
félagsvísindafólks í Rómönsku-Ameríku, CLACSO, hafa gefið út fjölda bóka og rita
um ástæður, afleiðingar og áhrif herforingjastjórnarinnar. Bókasafn samtakanna er á
http://biblioteca.clacso.edu.ar/ Sótt þann 28. ágúst 2022.