Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 178
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
177
kveiktu í og rændu. En smám saman fór að bera mest á viðveru kvenna með
skaftpotta að vopni. Þær báru ábyrgð á því að brauðfæða fjölskyldur sínar og
það var ekki hægt að festa kaup á matvælum. Pottarnir voru tómir og þær
mættu með þá – og sleifarnar líka. Þær börðu og hrópuðu, og hávaðinn varð
svo mikill að það glumdi í stórborginni. Skaftpottaskellirnir urðu að tákn-
mynd uppreisnarinnar sem stóð í sjóðandi sumarhitanum langt fram á árið
2002.59 Það voru konur sem leiddu þessa uppreisn og á þennan hátt. Aftur
var alþjóðapressan mætt og myndir af þessum konum fóru sem eldur í sinu
um veröldina þvera og endilanga. Forsetinn hrökklaðist frá völdum og það
gerði fjármálaráðherrann líka. Það gerði svo stjórnin í kjölfarið og reyndar
fjórar aðrar stjórnir á næstu tveimur árum. Baráttuaðferðir kvennanna voru
einfaldar, þær voru ódýrar, þær voru óþolandi vegna hávaðans, en það dó
enginn. Konur ærðu stjórnarherrana frá völdum. Krafan um kjöt í katlana
var áskorun sem brann á konum úr öllum stéttum og var ásættanleg fyrir alla,
en um leið var undirtónninn óvæginn, alvarlegur og beinskeyttur. Þær mót-
mæltu matarskorti, en um leið mótmæltu þær því að með auðævi landsins
hafði verið bruðlað í tíu ár.60 Þær vísuðu í tölur um kostnað matarkörfunnar
og á kröfuspjöldin bættu þær margföldunarmerki við á eftir og spurningar-
merki þar á eftir og vísuðu þannig til fjármála ríkisins. Það vissi nefnilega
enginn annar neitt meira um efnahagsmál en þær því við blasti að yfirmenn
peningamála kunnu ekkert betur með upphæðir og tölur að fara en þær.
Smám saman öðluðust þær sjálfstraust með því að mæta nógu margar og fara
saman í flokkum. Þegar tilraun var gerð til að þagga niður í þeim með því að
ásaka þær um að vera marxsistar, sósíalistar, femínistar, yfirstéttarkerlingar,
menntakonur í fílabeinsturni eða ómenntaðar alþýðukonur – þá sögðu þær
bara já! Ef það að vilja brauðbita með morgunkaffinu eða kjötflís í kvöld-
matinn gerði þær að einhverju þessu þá gengust þær við því.61
59 Arien Fiszbein, Paula Inés Giovagnoli og Isidoro Adúriz, „El impacto de la crisis
argentina en el bienestar de los hogares“, Revista de la CEPAL, 2013, bls. 151–168.
60 Lucresia Vega Gramunt, „Género en la crisis argentina. Análisis del impacto y estra-
tegias de respuesta“, 2004, án bls. tals. Sótt þann 28. ágúst af https://www.ilo.org/
wcmsp5/groups/public/---ed_emp/---emp_ent/---ifp_crisis/documents/publica-
tion/wcms_116460.pdf.
61 Sjá t.d. viðtöl við Hebe Bonafini (1928), stofnfélaga samtaka mæðra maítorgsins,
svo sem við Gabríelu di Marco, „Madres de Plaza de Mayo: la politización de la
maternidad“, sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.unsam.edu.ar/escuelas/
humanidades/centros/cedehu/material/(36)%20Entrevista%20Bonafini.pdf og Yo-
urtube viðtal frá 18. desember 2020, “Todas con Cristina“, sótt þann 28. ágúst 2022
af https://www.youtube.com/watch?v=c0zDBMTM0J4 Sjá einnig Débora Lopreite
og Ana Laura Rodríguez Gustá, „Feminismo de Estado en la Argentina democrá-