Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 180
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
179
Ástæður fjöldasamkoma kvenna í Argentínu hafa á undanförnum árum
hverfst annars vegar um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og mansali og hins
vegar um baráttu fyrir frjálsu aðgengi að þungunarrofi.66 Í mörgum stærri
borgum landsins hafa konur staðið fyrir fjölmennum mótmælum, ógrynni
gjörninga og listviðburða þar sem pólitískum áherslum er fylgt eftir á skapandi
og oft ögrandi hátt.67 Nú eru það grænar skuplur eða slæður, sem gjarnan
er vafið um úlnliðinn, sem einkenna þátttakendur viðburða.68 Jafnvel þótt
Argentína hafi skapað sér orðspor sem þróað lýðræðisríki sem byggi á öflugu
menntakerfi, miklum umsvifum hins opinbera, virkri og vakandi verkalýðs-
hreyfingu, lifandi stjórnmálastarfi og gagnrýnni samfélagsumræðu hefur and-
staðan við þungunarrof verið þrálát. umráðum kvenna yfir eigin líkama er
fórnað á altari umræðunnar um það hvenær lifandi frumur teljist mannverur.
Árið 2019 kom frumvarp um málið til afgreiðslu í þinginu í áttunda skipti.69
Tillagan um takmarkaðan rétt kvenna til rofs á meðgöngu var felld með
naumum meirihluta, jafnvel í þeim tilfellum þegar til þungunar kom í kjöl-
far nauðgunar, eins og lög sumra héraða landsins tiltaka. En konur létu ekki
þar við sitja. Þær söfnuðu kröftum og til framgangs baráttunnar í Argentínu
hefur oft verið vísað sem táknmyndar þess hvernig kvennabaráttan sker þvert
á uppruna, aldur, stétt og/eða samfélagsstöðu.70 Það gerðist svo árið 2021, í
miðjum Covid faraldri, að áfangasigri var náð. Frumvarp um takmarkaðan rétt
til þungunarrofs var samþykkt á argentínska þinginu71 og liggur nú til grund-
66 Marina Acosta, „Ciberactivismo feminista. La lucha de las mujeres por la despena-
lización del aborto en Argentina“, Sphera Publica, 2: 18/2018, bls. 2–20.
67 Það á svo sannarlega við um fjöldasamkomu suður-amerískra femínista (s. Encuentro
Feminista Lationoamericano y del Caribe) í Buenos Aires árið 1990 þegar rétturinn til
aðgangs að getnaðarvörnum og þungunarrofs voru settir á oddinn. Monica Tra-
ducci, „Escenas claves de la lucha por el derecho al aborto en Argentina“ Salud
Colect, 3: 14/2018, bls. 425-432, hér af bls. 427.
68 „La marea verde“ eða „græna hafið“ er hugtakið sem oftast er notað í þessu sam-
hengi og hefur orðið táknmynd baráttunnar um álfuna þvera og endilanga.
69 Allt frá því í mars árið 1988 hafa konur staðið fyrir baráttu um rétt til þungunarrofs.
Konur eins og Marta Fontela, Dora Coledesky, Safina Newbery, Laura Bonaparte,
Alicia Schejter, María José Rouco Pérez og Rosa Farías hafa endurtekið mætt á
torgið fyrir fram þinghúsið, skrifað drög að þingsályktunartillögum, reglugerðum
og lögum, „lobbíerað“, og lagt sitt af mörkum til að koma málinu í gegn. Julia Bur-
ton, „Prácticas femistas en torno al derecho al aborto en Argentina: aproximaciones
a las acciones colectivas“, Punto Género, 7/2017, bls. 91–111, hér af bls. 94.
70 Á spænsku er gjarnan talað um „diversidad social“. Barbara Sutton og Elizabeth
Borland, „Framing Abortion Rights in Argentina´s Encuentros Nacionales de Muj-
eres, Feminist Studies, 39: 1/2019, bls. 194–234, hér af 196.
71 38 greiddu atkvæði með frumvarpinu, 29 á móti og einn sat hjá. Daniel Prado,