Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 181
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
180
vallar kröfugerð kvenna víða um álfuna.72 Rétturinn nær til fjórtándu viku
meðgöngu, kvenna sem hefur verið nauðgað og/eða ef líf þeirra er í hættu.73
Því miður eru mál þeirra Pérez og Paez sem vikið var að hér að framan
ekki undantekning heldur toppur ísjakans. Opinberar upplýsingar votta að
árið 2020 voru 4091 konur myrtar í álfunni allri og staðfesta, svo ekki verður
um villst, að vanvirðing við lífhelgi kvenna er rótgróin.74 um það vitna ekki
síður skelfilegar upplýsingar sem berast frá Mexíkó – fjórða hættulegasta
landi í heimi fyrir konur, ungar konur sérstaklega.75 Mexíkóski félagsfræð-
ingurinn Edmé Domínguez hefur bent á að skýringanna sé meðal annars
að leita í riðlun á hefðbundnum hlutverkum kynjanna. Þar vísar hún til af-
leiðinga þess að konur hafi á síðustu áratugum aflað sér menntunar, flykkst
út á opinberan vinnumarkað, látið til sín taka í samfélags- og stjórnmálum
og öðlast tiltekið fjárhagslegt sjálfræði.76 Þessir ávinningar kvenna virka
sem ógn við karlveldið og það bregst við með vaxandi ofbeldi gegn þeim. Í
Mexíkó hefur þessi breyting meðal annars orðið vegna uppbyggingar fjölda
alþjóðlegra samsetningaverksmiðja (s. maquiladoras) fyrir bílaiðnað, raftækja-
„Aborto en Argentina: 3 claves que explican por qué esta vez sí se aprobó la ley de
la interrupción del embarazo“, BBC News Mundo, 30. desember 2020. Sótt þann 28.
ágúst 2022 af https://www.bbc.com/mundo/noticias-america-latina-55483258
72 Mariela Daby og Mason W. Moseley, „Feminist Mobilization and the Abortion De-
bate in Latin America. Lessons from Argentina“, Politics and Gender, 2021, án bls.
73 Til frekari upplýsinga sjá „Decreto 14/2021. DEPPA-2021-14-APN-PTE – Pro-
múlgase parcilmente la Ley N° 27.610“. Sótt þann 28. ágúst 2020 af https://www.
boletinoficial.gob.ar/detalleAviso/primera/239808/20210115 Til samanburðar ná
lög hér á landi til 23. viku meðgöngu. „Lög um þungunarrof“, Lagasafn, íslensk lög
20. apríl 2022. Útgáfa 152b. Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.althingi.is/
lagas/nuna/2019043.html.
74 Sjá umfjöllun um fjölda kvenna sem drepnar eru af sambýlismönnum, eiginmönnum
og/eða bræðrum, 87% þeirra á eigin heimilum. Estefanía Santoro og Flor Mon-
fort, „Cuarentena: la violencia machista en emergencia“, Página 12, 3. apríl 2020.
Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.pagina12.com.ar/256866-cuarentena-la-
violencia-machista-en-emergencia. Sjá einnig samantekt CEPAL „Al menos 4.091
mujeres fueron víctimas de feminicidio en 2020 en América Latina y el Caribe, pese
a la mayor visibilidad y condena social“, sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.ce-
pal.org/es/comunicados/cepal-al-menos-4091-mujeres-fueron-victimas-feminici-
dio-2020-america-latina-caribe-pese.
75 Hættulegust er Suður-Afríka, því næst koma Brasilía og Rússland. „Most Dangerous
Countries for Women 2022“. Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://worldpopula-
tionreview.com/country-rankings/most-dangerous-countries-for-women.
76 Edmé Domínguez, „Mexico and Latin America. From #MeToo to #NiunaMe-
nos“, The Routledge Handbook on the Politics of the #MeToo Movement, ritstjóri Chandra
Giti og Irma Erlingsdóttir, London: Routledge, 2020, bls. 264–280, hér af bls. 265.