Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 182
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
181
framleiðslu og saumaverksmiðja sem þrífast á ódýru vinnuafli. ómenntaðar
alþýðustúlkur flykkjast til starfa, ekki hvað síst á svæðunum sunnan landa-
mæra Bandaríkjanna, á sama tíma og gengjamyndun vegna flutninga eitur-
lyfja um Mexíkó til norðurs hefur stuðlað að hækkandi glæpatíðni og enn
frekara óöryggi.77 Samfélagsleg óreiða í bland við skort á lífhelgi kvenna
hefur reynst konum banvæn blanda. Í Mexíkó voru skráð 1.199 kvennamorð
árið 2019 en með notkun hugtaksins „feminicidio“ er vísað til þess að kyn
og/eða kyngervi kvennanna sem um ræðir sé meginástæða þess að þær voru
drepnar.78 Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er allt umlykjandi og þótt öfl-
ug barátta hafi um árabil verið háð gegn því og fyrir réttlæti til handa konum
staðfesta tölurnar hér að framan að það er verk að vinna og konur láta ekki
sitt eftir liggja. um það vitnar umræðan, fræðaskrifin, bókmenntirnar, söng-
textarnir, blaðagreinarnar, slagorðin, veggjakrotið og þrotlaus barátta fyrir
því að brotamenn séu leiddir fyrir dómara.79
Mest áberandi hefur á síðustu árum verið barátta kvenna í Síle. Þar komu
þann 8. mars 2020 rúm milljón kvenna saman á víðáttumiklu opnu svæði
í miðborg höfuðborgarinnar, Santíago. Þær mynduðu litríkt haf kvenna
og það lét hátt í þeim. Þær sungu, kölluðu, kyrjuðu og hrópuðu slagorð.80
Þær báru baráttuspjöld og grænar skuplur, þær áletruðu eigin líkama, fluttu
frumsamda tónlist en umfram allt voru þær í ham og óeirðalögreglan hélt að
sér höndum. Stelpurnar í aðgerðarhópnum Hryssurnar (s. La Yeguada) voru
áberandi.81 Þær röðuðu sér upp fyrir framan sveitir lögreglumanna. Þær
77 Edmé Domínguez, Rosalba Icaza, Cirila Quintero, Silvia Lopez og Åsa Stenman,
„Women Workers in the Maquiladoras and the Debate on Global Labor Stand-
ards,“ Feminist Economics, 16: 4/2010, bls. 185–209.
78 Til samanburðar var 251 kona myrt í Argentínu árið 2020. Til frekari samanburðar
um kvennamorð í Rómönsku-Ameríku sjá „Feminicidio“, sótt þann 28. ágúst 2022
af https://oig.cepal.org/es/indicadores/feminicidio.
79 Almudena Barragán Gaspar, „Nos queremos vivas“, El País, 28. nóvember 2021.
Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://elpais.com/sociedad/2021-11-28/nos-quere-
mos-vivas.html Sjá einnig umfjöllun unicef þann 31. maí 2019 „América Latina
debe acabar con la impunidad en los feminicidios“. Sótt þann 28. ágúst 2022 af
https://www.efe.com/efe/america/mexico/unicef-america-latina-debe-acabar-con-
la-impunidad-en-los-feminicidios/50000545-3989892.
80 Sjá safn blaðagreina og mynda um efnið. „Clarin, firme junto al pueblo“. Sótt þann
28. ágúst 2022 af https://www.elclarin.cl/tag/8-de-marzo/.
81 Sjá greiningu Jazmín Ramírez Pérez í ritgerðinni „Significación política femin-
ista en las performance de ´La Yeguada Latinoamericana´“, Universidad de Chile,
2020. Sótt þann 28. ágúst 2022 af file:///C:/users/holmfr/Downloads/Signifi-
caci%C3%B3n%20pol%C3%ADtica%20feminista%20en%20las%20perform-
ance%20de%20La%20Yeguada%20Latinoamericana%20(3).pdf.