Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 183
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
182
lögðust á stéttina og mynduðu tölustafi, táknræna fyrir þann fjölda kvenna
sem drepnar höfðu verið í umsjón yfirvalda – flestar í kjölfar kynferðislegs
áreitis og nauðgana. umræddan dag, rétt eins og svo oft áður, mynduðu
Hryssurnar framvarðasveit. Þær ögruðu með nöktum eða hálfnöktum lík-
ömum sínum. Þær tóku sér stöðu, störðu þegjandi í augu varðliðanna og
hurfu svo á brott. Hópurinn leystist upp og hvarf í mannfjöldann. Klukku-
tíma síðar voru þær mættar aftur í samstilltu átaki fyrir framan aðra varð-
sveit, aðra lögreglustöð eða aðra fylkingu lögreglumanna.82 Og Hryssurnar
eru bara einn af mörgum hugmyndaríkum aðgerðarhópum ögrandi kvenna
sem gefast ekki upp í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi til handa konum.
Þær krefjast samfélags þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur látið óátalið
og að þeir sem beita konur ofbeldi njóta ekki þeirrar friðhelgi (s. impunidad)
sem samstaða karlveldisins hefur tryggt þeim um aldir.83
Þessar ungu konur njóta stuðnings kvenna af kynslóð mæðra þeirra,
kvennanna sem söfnuðust saman á þessu sama torgi, Ítalíu-torginu (s. Plaza
Italia), til að mótmæla ofbeldinu sem herforingjastjórn Pinochet beitti þær
síendurtekið á árum áður. Og þessir aðgerðarsinnar láta fátt stoppa sig. Úr
þeirra röðum er sprottinn söngtextinn um „nauðgarann á vegi þínum“ (s.
„un violador en tu camino“) sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina
fyrir rúmu ári.84 Í textanum er vísað til þess að konur séu hvergi óhultar og
aldrei öruggar. Skrímslið sem þar er gert að umtalsefni birtist í líki nauðgara
sem gæti verið forseti, fylkisstjóri, dómari, lögregla eða jafnvel fjölskyldu-
vinur.85 ógnin sem konur búi við fyrir það eitt að fæðast í kvenlíkama fylgi
82 Sjá https://www.instagram.com/yeguada_latinoamericana/.
83 Fernando M. Mariño Menéndez, Amparo Alcoceba Gallego og Florbel Quispe
Remón, Feminicidio. el fin de la impunidad. Valencia: Tirant lo Blanch, 2013, sem
staðfesta að efnið er ekki nýtt af nálinni. Sjá einnig afhjúpandi skýrslu um ástand
mála í Mexíkó, „Impunidad en homicidio doloso y feminicidio en México: Reporte
2020“, Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://www.impunidadcero.org/uploads/app/
articulo/142/contenido/1605024010E66.pdf og viðtal Carmelu Torres við Cheril
Linett, stofnfélaga Hryssanna, „Performance. Chile: Yeguada Latinoamericana en
´Estado de Rebeldía´“. Sótt 28. ágúst 2022 af https://www.laizquierdadiario.com/
Yeguada-Latinoamericana-en-Estado-de-Rebeldia, auk dæma af viðburðum þeirra
á https://www.instagram.com/explore/tags/yeguadalatinoamericana/.
84 Sjá „un violador en tu camino“ á https://www.youtube.com/watch?v=mjhGYeKHkbQ
og á https://www.bbc.com/mundo/noticias-america-latina-50690475. Sótt þann 28.
ágúst 2022 Sjá einnig umfjöllun höfundar í pistli á Hugrás 12. mars 2020, „um sam-
tíma og sögu Rómönsku Ameríku. „Öll erum við ryk““. Sótt 28. ágúst 2022 af https://
hugras.is/2020/03/um-samtima-og-sogu-romonsku-ameriku-oll-erum-vid-ryk/.
85 Eins og talið er upp í frumtextanum. Sjá „´un violador en tu camino´, el himno contra el
machismo que recorre el mundo: el baile y la letra completa“, sótt þann 28. ágúst 2022.