Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 185

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 185
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR 184 Samantekt Svo öllu sé til haga haldið er vert að geta þess sem áunnist hefur á þeim fimm hundruð árum sem liðin eru frá hernámi Rómönsku-Ameríku. Má þar nefna baráttumál nunnunnar Sor Juana um rétt kvenna til menntunar, rétt til erfða og slita á hjónaböndum, auk félagaréttar og viðurkenningar á rétti þeirra til almennrar þátttöku á atvinnumarkaði. Ekki skal heldur gleyma kosninga- réttinum. Fyrir tilstuðlan baráttu sem fólst í því að koma saman í hópum og útfæra tillögur til breytinga á lögum njóta konur í dag almennrar réttarstöðu í samfélaginu og almennra lýðréttinda. Hefðir og venjur eru þó enn víðast hvar bundnar á klafa viðmiða karlveldisins og kennisetningar kirkjunnar.91 Ríkjandi hugmyndir um karla og konur mótast enn þann dag í dag mjög af „marianista“ og „machista“ viðmiðum. Eins og rakið var hér að framan hafa í áranna rás sprottið upp öflugar fjöldahreyfingar kvenna og þær ráðið úrslitum um árangur. Konur hafa reynst óþreytandi í baráttunni gegn jaðarsetningu, útskúfun og óréttlæti, þrátt fyrir mótlæti og ágjöf.92 Róttækar fræðikonur, verkakonur, rithöfundar, húsmæður og skólastelpur af öllum skólastigum hafa tekið höndum saman við stjórnmálakonur, aðgerðarsinna og mótmælendur. Með kynjagleraugun á nefinu og eigin reynslu að leiðarljósi beina þær spjótum sínum og andófi að ríkjandi skipulagi, viðhorfum og gildum. um erfiði þeirra vitna fjöldaað- gerðir síðustu ára, mikilvægir áfangasigrar, kvikmyndir, skáldverk og fræði- bækur sem hverfast um sögulega og pólitíska stöðu kvenna og uppgang kvennahreyfinga um gervalla álfuna fyrr og nú. Ögrandi raddir þeirra ógna rótgrónu karlveldi og fjöldamorð á konum votta um takmarkaða virðingu fyrir lífhelgi þeirra. Þegar valdataumar feðraveldisins trosna og renna því úr greipum, birtist angistin í öfgafullum viðbrögðum og ofbeldi gegn konum. 91 upp úr 1980 fór meira og meira að bera á ýmiss konar evangelískum kirkjum og hvítasunnusöfnuðum, oftar en ekki frá Bandaríkjunum. Sjá José Luis Pérez Guada- lupe, Evangelicals and Political Power in Latin America, þýð. Judy Butler, Lima, Perú: Instituto de Estudios Social Cristianos, 2019, hér af bls. 23, 28 og 59–60. 92 Árið 2018 varð Claudia Sheinbaum Pardo fyrst kvenna til að gegna starfi borgar- stjóra Mexíkóborgar og Patsy Campell Barr fyrsta konan til að gegna starfi varafor- seta Kostaríku. Á síðari árum hafa þó nokkrar konur gegnt embætti forseta. Þeirra á meðal eru Michelle Bachelet í Síle (2006–2010 og 2014–2018), Cristina Fernández í Argentínu (2007–2015), Laura Chinchilla í Kostaríku (2010–2014) og Dilma Ro- usett í Brasilíu (2011–2016). Lucy Grinnell, „Taking Stock. A Hundred Years After Women´s Suffrage in Latin America“, sótt þann 28. ágúst 2022 af https://nacla. org/news/2019/03/27/taking-stock-hundred-years-after-women%E2%80%99s- suffrage-latin-america. Þann 27. janúar 2022 var Xiomara Castro svo kjörin forseti Hondúras.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.