Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 189
HElGa KRESS
188
Newnham í Cambridge og fjallaði um konur og bókmenntir.2 Með þessi orð
að leiðarljósi ætla ég hér á eftir að ræða um andstöðu karllægrar bókmennta-
stofnunar við femínískar bókmenntarannsóknir við upphaf þeirra hér á
landi, í hvaða myndum hún birtist og helstu einkenni á orðræðu hennar. Ég
mun einskorða mig við rúmlega tíu ára tímabil, þ.e. (kvenna)áratuginn 1974-
1985, og athuga viðtökurnar eins og þeirra sér stað í skáldverkum, tíma-
ritum og blöðum. Efnið er viðamikið og mun ég því stikla á stóru. Þar sem
umræðan beindist mjög að mér og rannsóknum mínum, verð ég að tala um
sjálfa mig, og er það sem hér segir því að nokkru leyti brot af sjálfsævisögu.
I
Í stórum dráttum má segja að einkenni á viðtökum bókmenntastofnunar-
innar á femínískum bókmenntarannsóknum hafi í fyrstu verið vanþekking
með tilheyrandi fordómum, menn vissu ekki út á hvað rannsóknirnar gengu
og settu sig ekki inn í það. Þá tók við opin andstaða og fjandskapur, og að
lokum fálæti og þöggun. Hjá þeim sem sýndu rannsóknunum áhuga mátti
og má enn finna nokkurn tvískinnung, ekki aðeins gagnvart rannsóknunum,
heldur öllu fremur gagnvart rannsakandanum, konunni. Femínískar bók-
menntarannsóknir eru sniðgengnar, látið sem þær séu ekki til. Um leið eru
hugmyndir þeirra, efniviður, kenningar og rannsóknaspurningar innlimaðar
í hefðbundnari rannsóknir, og því miður ekki bara karla, þeim stolið, oftast í
afbökuðu formi, án þess að uppsprettunnar, heimildarinnar, sé getið. Þann-
ig er það undantekning að vitnað sé til femínískra bókmenntarannsókna í
fræðiritum karla, jafnvel þótt augljóst sé að úr þeim sé ausið. Þannig verða
kvennarannsóknir, eins og konur, að orkulind fyrir karla og rannsóknir
þeirra. Þetta er merkilegt rannsóknaefni út af fyrir sig, en um það ætla ég
ekki að tala hér, heldur snúa mér að því að greina orðræðu andstöðunnar við
femínískum fræðum þegar þau komu fyrst fram hér á landi.
II
Ég held ég megi fullyrða að femínískar bókmenntarannsóknir hafi hafist
hér um miðjan áttunda áratuginn. Á alþjóðlegri ráðstefnu um norræn fræði
(International association for Scandinavian Studies, IaSS) sem haldin var í
Reykjavík í júlí 1974 var sérstakur starfshópur um femínískar bókmennta-
2 Virginia Woolf, A Room of One´s Own, london: Hogarth Press, 1929, og síðari
útgáfur. Vitnað er til þýðingar minnar, Sérherbergi, Reykjavík: Svart á hvítu, 1993, 3.
kafla, bls. 80. Um einkunnarorðin að ofan, sjá 2. kafla, bls. 53.