Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 193
HElGa KRESS
192
Þessi menntakona sem hafði fengið peninga fór mjög fyrir brjóstið á sumum
körlum. Minnir það á orð Guðbergs Bergssonar um kvenrithöfunda í tíma-
riti sem var gefið út á ensku árið 1982 til að kynna íslenskar bókmenntir er-
lendis. Þar fræðir hann erlenda lesendur á því að auðvitað geti konur skrifað,
en þær séu ómerkilegar og taki alla styrkina.7 Í viðtalinu í Þjóðviljanum ræddi
ég meðal annars um kvenlýsingar í nýlegum íslenskum leikritum, þessar
hefðbundnu kynferðisverur, sem mér fannst ekki mikið til um. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa, því að strax um haustið kom út skáldsaga eftir Jökul
Jakobsson, Feilnóta í fimmtu sinfóníunni, þar sem kvenbókmenntafræðingur,
eða eitthvað álíka, kemur við sögu. Þennan fyrirburð hittir aðalpersónan,
miðaldra, rík og borgaraleg frú úr arnarnesinu, í gufubaði, nýstigin upp frá
viðhaldi sínu, ungum listamanni og dópista í Þingholtunum. Þessi frú er
sögumaður sem um leið skrifar söguna. Hún er sem sagt kvenrithöfundur,
og sagan eftir því kvennabókmenntir. atburðinum í gufubaðinu lýsir hún
svo:
Ég hafði setið þar góða stund, hélt ég væri ein í klefanum, þegar
sagt var við mig: „Sæl“ dimmum rómi út í skoti. Ég hrökk við,
hafði ég óvart villst inn í karlaklefann. Röddin lét kunnuglega í
eyrum þótt ég ætti erfitt með að koma henni fyrir mig og ég rétt
grillti í mannveru sem sat á þrífót fast við ofninn í þykkum reykjar-
mekki, sat dálítið gleitt og studdi höndum á hnén, umvafin gufu í
dimmunni [...].8
Hinn dimmi karlarómur spyr úr reykjarmekkinum hvort hún þekki sig ekki,
og frúin áttar sig á því að þetta er „Volga Fress“, gömul skólasystir. Það hafði
farið lítið fyrir henni í skóla, hún hafði haldið sig þar lítt í frammi en lifað
duldu lífi bak við stór gleraugu, „og það var ekki fyrr en löngu seinna að
þetta dulda líf fór að bera ávöxt í magisterritgerðum um bókmenntir, þjóð-
félagsfræði og stöðu konunnar í þjóðfélaginu.“ (Bls. 83) Þá hafði sögukona
7 „The World of Guðbergur Bergsson. an Interview by Dr. Evelyn S. Firchow“,
Icelandic Writing Today, ritstj. Sigurður a. Magnússon, 1982, bls. 8–11, hér bls. 10.
Um þetta má lesa nánar í grein minni, „að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. Í
tilefni Icelandic Writing Today“, Tímarit Máls og menningar 1/1983, bls. 65–79; sjá
einnig andsvar Sigurðar a. Magnússonar, „Helga Kress og kynning bókmennta
erlendis“, Tímarit Máls og menningar 2/1983, bls. 159–168. Í þeirri grein afgreiðir
hann gagnrýni mína sem „nöldur“ (bls. 166).
8 Jökull Jakobsson, Feilnóta í fimmtu sinfóníunni, Reykjavík: örn og örlygur, 1975, bls. 83.