Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 194
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
193
heyrt „hjónabandsbrall um hana“, áður en hún helgaði sig „fræðimennsku
og vísindarannsóknum“ við einhvern háskóla eða fræðasetur erlendis: „Eða
hvað? Var ég að rugla? Hafði hún farið út í íþróttir? Hafði hún ekki sett ís-
landsmet í langstökki kvenna? Eða júdó?“ (Bls. 83)
Volga Fress hefur valið sér þetta gufubað, þá sjaldan hún skreppur til
landsins, vegna þess að þar eru ekki sérstakir karla- og kvennadagar, heldur
bæði kynin í sama klefa. Reyndar kærir hún sig ekki um „að hafa þá í kring-
um sig, spikfeita með þetta dinglandi framan í mann“ (bls. 84). Það er bara
jafnréttið sem hún er að hugsa um.
Svo vill til að vísindakonan er einmitt að skrifa meistaraprófsritgerð (enn
eina?) um arnarnesfrúna og hennar líka sem ekki séu „í tengslum við sam-
félagsveruleikann“ (bls. 86), orðalag tekið beint upp úr viðtalinu við mig.
Við þetta bætir höfundur smá klámi, lögðu Volgu Fress í munn: „Þú ert
fórnardýr karlveldisins sem ríður húsum – og okkur reyndar líka.“ (Bls. 86)
Ritgerðina, sem hún hefur fengið styrk úr Vísindasjóði til að skrifa, ætlar
hún að fá prentaða í Skírni eftir að hafa fengið hana samþykkta við háskólann
í Vergern. „Vergern?“, spyr arnarnesfrúin, og það stendur ekki á skýringu:
„Ég er sendikennari þar.“ (Bls. 85)
Endalok Volgu Fress, vísindakonunnar og háskólakennarans, verða þau
að hún umbreytist í einhvers konar karl og/eða kynskipting, Vulgeros Fres-
cos, skammstafað Vaffeff. Sá/sú hefst eins og áður við í dimmu skoti, eins og
líka femínistarnir í reykjarmekkinum í sögu Indriða. Þennan kynskipting af-
hjúpar málpípa sögunnar, unga konan Sandra, sem arnarnesfrúin er farin að
girnast í uppreisn gegn bæði eiginmanni og elskhuga. Vulgeros Frescos rífur
af sér laust og skakkt yfirvaraskeggið, hendir því í skaut frúarinnar, hvað sem
það á nú að merkja, og málpípan unga hrósar sigri:
alltaf ertu jafn mikið ódó! Ég vissi alltaf það var eitthvað feik við
þig! Ég yrði ekki hissa þó þú skrúfaðir undan þér einhvern daginn.
Vaffeff gaut augunum allra snöggvast til Söndru og svaraði
stuttur í spuna:
Hver veit telpa mín. Þú skalt fá að vera viðstödd. (Bls. 129)
Vísindakonan Volga Fress alias Vulgeros Frescos er hér endanlega afhjúpuð
sem kynskiptingur og feik, og það með fleiri gervi en skeggið. Það má skrúfa
undan henni. Og mun verða gert. Í vitna viðurvist.