Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 195
HElGa KRESS
194
IV
Í Skírni þetta haust, 1975, birtist eftir mig grein um skáldsögu Vésteins lúð-
víkssonar, Gunnar og Kjartan, frá árinu áður, þar sem ég gagnrýni kvenlýsing-
ar hans með hliðsjón af marxískum kenningum um raunsæi í bókmenntum.9
Eins og þeir Indriði og Jökull brást hann skjótt við, en ekki með lykilsögu,
heldur langri grein í Tímariti Máls og menningar undir því afhjúpandi nafni:
„Mikil vísindakona smíðar sér karldjöful“.10 Tímaritið auglýsir greinina
framan á titilsíðu: „Vísindakona smíðar sér karldjöful“, og hefur sleppt því
að vísindakonan sé mikil! Greinin er ýtarleg og gefur að mörgu leyti tilefni
til fræðilegrar umræðu, en er svo útbíuð stóryrðum um vísindakonuna, fræði
hennar og annarlegan tilgang, að ekki var hægt að svara. Má þar nefna, svo
að dæmi séu tekin: „óheiðarleg vinnubrögð“, „blekkingaraðferð“, „bæklað
raunsæishugtak“, „yfirbreiðsla“, „ýkjur“, „rangtúlkun“, „fáfræði“, „einföld-
un“, „klaufaskapur“, „skilningsskortur“, „óheiðarleiki og blindni“, „hug-
myndafræðileg blindni“, „fagurfræði Stalínismans“, „þjóðernisfordómar“,
„pósitívismi“, „tölfræði“, „frumstæðasti femínismi“, „bókmenntaskyn í lág-
marki“. Þá leikur vafi á „sæmilega jákvæðri afstöðu“ vísindakonunnar „til
kynlífs“ (bls. 82), það mátti ekki vanta, og hún látin blóta höfundinum með
nafngiftum eins og „karldjöfull“ og „bölvaður drjólinn“ (bls. 70). Það er
því augljóst að eitthvað annað hafi vakað fyrir vísindakonunni en fræðileg
greining á skáldsögunni, það er að sýna fram á illt innræti karlrithöfundarins
og auglýsa eigin snilli um leið.
Hér get ég ekki stillt mig um að nefna, þótt falli utan tímarammans, að
réttum tíu árum síðar endurómar sama orðræðan í grein Matthíasar Viðars
Sæmundssonar, „Karlfyrirlitning í bókmenntum“, í Heimsmynd 1986. Það
er eins og ekkert hafi gerst á þessum tíu árum, nema fræðikonan er komin
undir yfirborðið. Matthías skrifar undir rós, segir ekki við hvaða „rannsak-
endur“ hann á sem hafa fjallað um stöðu konunnar í íslenskum bókmenntum.
Þeir eru „sumir“, „ýmsir“ eða „aðrir“. Um „aðra“ sem eru verri en „sumir“
segir hann með beinni skírskotun í fyrirsögnina á grein Vésteins, án þess
þó að geta þeirrar heimildar: „Sjái þeir ekki karlskrattann á veggnum mála
þeir hann sjálfir, paranóískir fyrir hönd kvenkynsins.“ Í stað stalínisma og
frumstæðs femínisma, eru þeir hér „dólga-marxistar“ og „dólga-femínistar“,
9 Helga Kress, „Kvenlýsingar og raunsæi. Með hliðsjón af Gunnari og Kjartani eftir
Véstein lúðvíksson“, Skírnir 1975, bls. 73–112.
10 Vésteinn lúðvíksson, „Mikil vísindakona smíðar sér karldjöful“, Tímarit Máls og
menningar 1/1976, bls. 70–87.