Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 197
HElGa KRESS
196
Sviðsetning fræðikonunnar í keppnisíþróttum karla var komin áður, hjá
þeim Indriða og Jökli báðum, alltaf jafn sígilt og smellið. Í þessu sambandi
vill ritdómari benda lesendum sínum á þá þjóðfélagslegu „köllun kvenna
að ganga með börn“, og „því getur Helga víst ekki breytt, þótt hún fegin
vildi.“
VI
„Helga er þrasari,“ segir Erlendur Jónsson í ritdómi um bókina Draumur
um veruleika: Íslenskar sögur um og eftir konur, sem ég ritstýrði og kom út
hjá Máli og menningu árið 1977 með sögulegum inngangi um konur og
bókmenntir. Bókina kallar ritdómari „kappræðubók“ og fræðin „þras“.13 Í
þessum langa ritdómi víkur hann ekki einu orði að sögunum tuttugu og
þremur en einblínir á innganginn, sem hann hafði gaman af að lesa, „fyrst
og fremst vegna þess að Helga talar tæpitungulaust“. En svo kemur það:
„Málflutningur hennar er einhliða og hún er sums staðar ósanngjörn,“ enda
tilgangur hennar að „metast á um hlut karla og kvenna í bókmenntunum
fremur en meta bókmenntirnar í heild,“ hvað sem hann á nú við með því.
Ekki er hún heldur nógu vel að sér, „hefði þurft að blaða í fleiri bókum
meðan hún samdi ritgerðina“. Þá bendir hann á það fornkveðna, „að karl-
menn og kvenfólk séu ekki eins, hvorki líkamlega né andlega“. Samt getur
hann ekki betur séð „en Helga tali til karla á sama hátt og hún segir að karlar
(gagnrýnendur) tali til kvenna“. Það er að segja, hún er ekkert skárri en þeir.
Hann viðurkennir að oft hafi verið „níðst á konum“, eins og hann orðar
það, „en karlar hafi líka níðst á körlum“. Það er þó varla vegna kynferðis.
Þrátt fyrir það efast hann um „að gagnrýnendur (karlar) hafi oft látið kven-
rithöfunda gjalda þess að þeir voru konur.“ Þó geti það verið að þeir hafi
„stundum misskilið konur vegna þess að þær hafa á ýmsum sviðum önnur
viðhorf en karlar“. Þannig dregur hann í og úr. Þá lokar hann umræðunni
með því að segjast ekki ætla „að karpa“ meira við Helgu, og telur sig þar með
hafa þaggað niður í þrasinu.
Svipaðan tvískinnung hvað varðar misréttið má sjá í ýtarlegum ritdómi
ólafs Jónssonar í Skírni 1979. Þar tekur hann útgangspunkt í umræðu minni
um hugtakið „bókmenntastofnunin“ sem þá var nýtt á nálinni og kynni að
hans mati að enda í rasisma ef haldið væri til streitu. „Og þaðan er jafnframt
skammt út í ‘fasisma’ eins og kunnugt er,“ gefur hann sér:
13 Erlendur Jónsson, „Heilnæmur pilsaþytur“, Morgunblaðið II 15. desember 1977, bls.
40, 63.