Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 199
HElGa KRESS
198
þessu má lesa þann geldingarótta sem femínískar bókmenntarannsóknir hafa
valdið þeim. Enn og aftur þurfa þeir að staðfesta karlmennsku sína með því
að minna á þetta ákveðna líffæri sem þeir státa af og telja að konur sjái of-
sjónum yfir. Á öðrum stað í athugasemdinni kemur geldingarmyndmálið
beinlínis upp á yfirborðið. Um leið og Sigurður skilgreinir kvennafræðin
sem rifrildi, sbr. þrasið hjá Erlendi áður, segir hann að endalaust megi
„munnhöggvast“ um það hvort „kynbundin orð með neikvæðum blæ eins
og ’kelling‘ eða ’karlfauskur‘ eigi rétt á sér í málinu.“ Reyndar má hvergi
sjá í ritdómum tímabilsins að karlrithöfundar hafi verið kallaðir karlfauskar
eða bókmenntir þeirra karlfauskabókmenntir, hvað sem síðar verður, og er
því hliðstæðan út í hött. Þá segir Sigurður, og stappar enn í sig stálinu, að
hann snúi ekki aftur með það „að þá sé jafnréttisbaráttan komin út í öfgar
og ógöngur ef menn ætla sér í hennar nafni að taka sig til og gelda íslenska
tungu.“ (Bls. 110) Tungumálið er karlkyns, og jafnréttið geldir.16
VII
Eftir að ég kom frá Noregi kenndi ég námskeið um konur og bókmenntir
við Háskóla Íslands, bæði í íslensku og almennri bókmenntafræði. Á vor-
misseri 1981, nánar tiltekið þann 26. mars, gekkst Félag bókmenntafræði-
nema við Háskóla Íslands fyrir umræðufundi um kvennabókmenntir, undir
fyrirsögninni „Hafa kvennabókmenntir sérstöðu innan bókmenntafræð-
innar“.17 Fór fundurinn fram við húsfylli í stofu 301 í Árnagarði og voru
fyrirlesarar, þau sem hefja áttu umræðuna, Helga Kress, ólafur Jónsson og
Guðbergur Bergsson. Nokkrum dögum síðar birtist í Dagblaðinu 30. mars
1981, í dálknum „Bókmenntir“, úttekt á þessum fundi eftir Franziscu Gunn-
arsdóttur, blaðamann blaðsins.18 Þetta eru vægast sagt sérkennileg skrif,
hún ræðir sama og ekkert um framsöguerindin, hvað þá umræðurnar sem
fylgdu, enda segist hún hafa forðað sér, eins og hún orðar það, áður en þær
hófust. Eina dæmið sem hún nefnir hvað mína framsögu varðar er tölfræði
og sneiðir hjá aðalatriðinu, skilgreiningu á kvennabókmenntum sem bók-
menntum eftir konur, burtséð frá því um hvað þær fjalla. Í stað þess tekur
hún undir með „ólafi okkar“, menningarritstjóra blaðsins, sem skilgreinir
16 athugasemd Sigurðar svaraði ég með greininni „Bækur og ’kellingabækur‘. Þáttur í
íslenskri bókmenntasögu“, Tímarit Máls og menningar 4/1978, bls. 369–395.
17 „Kvennabókmenntir, sérstök bókmenntagrein innan bókmenntafræðinnar?“, Vísir
26. mars 1981, bls. 22. Fréttatilkynning.
18 Franzisca Gunnarsdóttir, „Kvennabókmenntir. Eru þær til og hafa þær sérstöðu?“,
Dagblaðið 30. mars 1981, bls. 6.