Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 200
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
199
kvennabókmenntir sem skemmtibókmenntir eða bókmenntir um kúgun
kvenna. Hvað varðar framsögu Guðbergs segir hún að hann hafi verið napur
og fyndinn. Þá efast hún um heilindi fundarins, lætur að því liggja að þetta sé
framboðsfundur vegna lausrar stöðu í almennri bókmenntafræði. Við mynd
af mér sem birtist með greininni er ég svo kynnt í undirtexta: „Refsinornin
sem ekki brosir“.
Nemendur í bókmenntafræði, þær Erla, Hallfríður, Ragna, Ragnheiður
og Þórunn, mótmæltu þessari úttekt blaðamanns í skeleggri grein, „Kvenna-
bókmenntir! Hvað er nú það?“ sem birtist í Dagblaðinu 7. apríl 1981 og lýsir
vel bæði stöðu og viðtökum femínískra bókmenntarannsókna á þessu tíma-
bili. Um leið og þær skilgreina hugtakið kvennabókmenntir á fræðilegan
hátt furða þær sig á þeirri andstöðu sem það fékk á fundinum, og það ekki
bara í lágkúrulegum lýsingum blaðamanns, heldur hefðu þeir ólafur Jóns-
son og Guðbergur Bergsson neitað að taka afstöðu til þess, en talað um eitt-
hvað allt annað. Hafi það sama gilt um „ýmsa aðra fundarmenn sem höfðu
sig mjög í frammi með skrýtlur eða jafnvel klám.“19
Framlag sitt birti Guðbergur stuttu síðar sem grein í Tímariti Máls og
menningar undir fyrirsögninni „Hafa kvennabókmenntir sérstöðu?“, þeirri
sömu og bókmenntafræðinemar höfðu valið umræðufundinum. Hann vísar
þó hvergi til þeirrar heimildar né fundarins yfirleitt. Ekki var öðrum fyrir-
lesurum boðið að birta þarna sín framlög. af grein Guðbergs má sjá að
hann hefur ekki skilið spurninguna, sem lögð var fyrir fundinn, um rann-
sóknasviðið kvennabókmenntir innan bókmenntafræðinnar, en ruglar
saman kvennabókmenntum og kvennabókmenntafræðum. Fyrir honum eru
kvennabókmenntir vondar bókmenntir eftir konur, upprunnar í útlöndum
til að vera settar á íslenskan markað og græða á þeim. Þar séu þær auglýstar
undir „kyntákni“ konunnar, vörumerki sem eigi að tryggja gæðin, en ýti að-
eins undir sölu.20 Í raun séu þær „kynsmáar og daufar“, sprottnar úr andlaus-
um mel, „einkum meðal menntaðra kvenna sem villst hafa úr borgarastétt
inn í raðir vinstrimanna“, þar sem þær hafa „hreiðrað um sig af svo borgara-
19 „Kvennabókmenntir! Hvað er nú það?“, Erla, Hallfríður, Ragna, Ragnheiður
og Þórunn skrifa, Dagblaðið 7. apríl 1981, bls. 2. Grein þeirra svarar Franzisca
Gunnarsdóttir með útúrsnúningi í Dagblaðinu 11. apríl 1981, undir nafninu
„Kvennabókmenntir. Skýringar handa framhaldsskólanemum“, bls. 2. Þar talar hún
niður til þeirra, ásamt því að væna þær um að þora ekki að koma fram undir fullu
nafni. Það gera þær í svargrein, „Enn um kvennabókmenntir. Málefnaleg umræða
eða persónulegt skítkast?“, Dagblaðið 24. apríl 1981, bls. 2, og kenna sig þar bæði við
föður og móður, nýmæli í þá daga.
20 Guðbergur Bergsson, „Hafa kvennabókmenntir sérstöðu?“, Tímarit Máls og
menningar 3/1981, bls. 325–335, hér bls. 325.