Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 201
HElGa KRESS
200
legri hagsýni, oft í hálfmisheppnuðum hjónaböndum, að þær verða hvorki
miklar né misheppnaðar, heldur nærast þær og fitna á meðalmennskunni,
sem sér þeim fremur fyrir stöðugu ergelsi en uppreisn.“ (Bls. 332) Þetta er
ótrúlegur samsetningur, og ekki gott að sjá hvort munnsöfnuðurinn eigi við
kvenrithöfunda eða kvenbókmenntafræðinga, nema hvort tveggja sé. Þarna
skýst þó menntakonan upp eins og í sögum þeirra Indriða og Jökuls, og mis-
heppnuðu hjónaböndin. Þá hafa þessar konur ekki heldur það nauðsynlega
líffæri sem gerir góðar bókmenntir þótt þær auglýsi svo undir „sakleysislegu
yfirbragði“ (bls. 332) og dylji undir pilsunum:
En ef farið er nógu langt undir faldinn, örlar þar varla á því sem
auglýst er og lesandinn leitar að: kvennabókmenntum, heldur felst
undir faldi efnisins dulbúinn gervilimur í ætt við leikfang. Þessar
bækur eru því að meginhluta einslags fitlbókmenntir, skrifaðar til
að kitla karlmanninn, með sama hugarfari og hefur kitlað hann frá
upphafi. (Bls. 325)
Þessi mynd af káfi og kynferðislegri áreitni, fyrir utan annan dónaskap, sem
aðferð til greiningar á bókmenntum eftir konur slær aðrar út. Það er eins
og hugtakið sjálft, „kvennabókmenntir“, kalli á svona sóðaleg viðbrögð,
lágkúrulegar kynfæralíkingar, en því miður ekki alveg frumlegar, nema það
sé bara orðið kona. Kvennabókmenntir eru „fitlbókmenntir“, ný nafngift.
Klám fyrir karla. Í því felst sérstaða þeirra.
VIII
Á þessum árum, 1979-1981, skrifaði ég nokkra pistla um konur og bók-
menntir í tískublaðið Líf. Vöktu tveir þeirra svo mikinn áhuga Flosa ólafs-
sonar að hann skrifaði um þá grein, „af konum, sem skrifa um konur fyrir
konur“, sem birtist í sunnudagsblaði Þjóðviljans 5.-6. september 1981, í dálki
hans „Vikuskammtur“. Í upphafi segist hann hafa rekist á tvö tískublöð
og farið að fletta þeim, „svona frekar til að skoða fallegar litmyndir af fá-
klæddum fögrum konum, en annars“.21 Hann hafi þó fljótt áttað sig á því að
þetta tískublað var „á hærra menningarplani“ og fór að lesa „tvær greinar um
konur og bókmenntir, eftir Helgu Kress. Merkilegar greinar – stórmerki-
legar.“22 Hér má strax sjá að greinin er paródía, og það ekki síður á orðræðu
21 Flosi ólafsson, „af konum, sem skrifa um konur fyrir konur“, Þjóðviljinn.
Sunnudagsblaðið, 5.-6. september 1981, bls. 2.
22 Þetta eru greinarnar „Væri það efni í brag?“, Tískublaðið Líf 3/1981, bls. 22–24; og
„Faðerni bókmenntanna“, Tískublaðið Líf 4/1981, bls. 19–20.