Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 203
HElGa KRESS
202
Það sé sem sagt lítill vandi, telur sögumaður, að hrekja þá kenningu, eins og
hann hafi reyndar gert, að karlmenn yrki aðeins um karlmenn. En hitt sé jafn-
víst „að Helga Kress drepur aldrei niður penna nema til að skrifa um konur“
og það sama megi víst segja um flesta kvenrithöfunda samtímans. Þetta fái þær
að gera „óáreittar“ því að karlarnir haldi svo mikið upp á þær. Því til sönnunar
vitnar hann í „gamlan húsgang“ þar sem þetta komi svo „undur vel“ fram:
Konur vilja helst um konur skrifa
fyrir konur sem að sífellt eru að hugs´um
hvað það sé óskaplega leitt að lifa
við lítið af því, sem felst í karlmannsbuxum.
Sem sagt bæði kvennabókmenntir og kvennabókmenntarannsóknir eru
sprottnar af karlmannsleysi og skorti á ákveðnu líffæri, eins og líka fyrri við-
takendur höfðu látið í veðri vaka, og það á sams konar myndmáli. Þannig
má líta á „húsganginn“ sem paródíu á viðtekna orðræðu. Þetta er samt svo
yfirgengilegt að það er spurning hvort paródían hafi ekki leiðst út í það sama
klám og hún skopast að og missi því marks. Það hefur Flosa sennilega fundist
sjálfum, því að hann sleppir vísunni við endurprentun greinarinnar í greina-
safni sínu ári síðar. athyglisvert er að hann hefur þar einnig sleppt nafninu
mínu, en vísar til „nafntogaðs kvenbókmenntafræðings af veikara kyninu.“23
IX
Hleyp ég nú til ársins 1985, en þá var dagana 8. til 14. september haldin
norræn ljóðlistarhátíð í Reykjavík á vegum Norræna hússins, fjárhagslega
studd af Norræna menningarsjóðnum, Reykjavíkurborg og Norrænu höf-
undamiðstöðinni. Var þetta tilkynnt í ýtarlegri frétt í Morgunblaðinu 18. júlí
1985, með viðtali við fulltrúa framkvæmdastjórnar, þá Einar Braga skáld
og Knut Ødegaard, forstjóra Norræna hússins, en hann átti frumkvæði að
hátíðinni.24 Í þessari frétt, sem bar yfirskriftina „Fremstu ljóðskáld Evrópu
meðal gesta“, kom fram að 21 skáldi frá norrænu málsvæðunum, hefði verið
boðin þátttaka, auk sex þekktra skálda utan Norðurlandanna. Hefðu gest-
irnir ekki verið valdir af handahófi, heldur væri hér um að ræða „fremstu
23 Flosi ólafsson, „Kvennalógikk“, Í kvosinni. Æskuminningar og bersöglismál, Reykjavík:
Iðunn, 1982, bls. 113–116, hér bls. 113.
24 „Fremstu ljóðskáld Evrópu meðal gesta. Norræn ljóðlistarhátíð í Reykjavík 8. – 14.
september 1985“, Morgunblaðið 18. júlí 1985, bls. 20.