Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 204
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
203
skáld Evrópu“, auk þess sem margir væru „prófessorar og lærifeður sinnar
þjóðar í ljóðagerð“. af þessum 27 fremstu skáldum reyndust tvö vera kon-
ur, önnur samísk, hin dönsk. Þá myndu sex íslensk skáld „sitja þingið“, allt
karlar. Við þetta gerði ég athugasemd í Morgunblaðinu 30. júlí 1985, undir
yfirskriftinni „Fremstu ljóðskáld“, þar sem ég hvatti konur til að mæta ekki
á hátíðina í mótmælaskyni.25 Fjórum dögum síðar, eða laugardaginn 3. ágúst
1985, kom í sama blaði „athugasemd frá framkvæmdastjórn Norrænu ljóð-
listarhátíðarinnar“, viðbrögð við athugasemd minni, eða öllu heldur mér.26
Áður var Messíana Tómasdóttir búin að vekja athygli á misréttinu í bein-
skeyttu lesendabréfi í Morgunblaðinu 24. júlí 1985,27 undir fyrirsögninni
„Karlremba á ljóðlistarhátíð“, án þess að verða fyrir álíka holskeflu og lenti á
mér. Henni var ekki svo mikið sem ansað. En þöggun er líka ráð.
Í athugasemd framkvæmdastjórnar við athugasemd minni segir meðal
annars: „Helga Kress gagnrýnir valið út frá kyn-forsendum. Þá vandast nú
málið, því fátt er fráleitara en meta listamenn eftir kynferði.“ En það er nú
einmitt það sem þeir gerðu. Gagnrýni mína kalla þeir „fáranlegt kyn-mat
Helgu“, og væri „auðvelt að þrátta um það ef menn væru í leit að nöldrunar-
efnum“. öll þau skáld sem boðið hefði verið væru „óumdeilanlega í fremstu
röð hvert með sinni þjóð, og valin vegna þess eins“. Þá eru „vinnubrögð“
mín að þeirra mati ekki „fræðimannleg“, því að dagskráin hefði ekki verið
frágengin þegar hún var send út og gæti átt eftir að breytast. Það gerði hún
líka. Þeir bættu skáldkonu við.
X
Í Helgarpóstinum 1. ágúst 1985 var minnst á gagnrýni mína í áberandi upp-
slætti, „Móðgun við konur sem skrifa ljóð“, með viðtölum við fjórar íslenskar
skáldkonur, þær Svövu Jakobsdóttur, Sonju B. Jónsdóttur, Ingibjörgu
25 Helga Kress, „Fremstu ljóðskáld“, Morgunblaðið 30. júlí 1985, bls. 26–27.
26 „athugasemd frá framkvæmdastjórn Norrænu ljóðlistarhátíðarinnar“, Morgunblaðið
3. ágúst 1985, (Knut Ødegaard, Thor Vilhjálmsson, Einar Bragi), bls. 20–21.
27 Messíana Tómasdóttir, „Karlremba á ljóðlistarhátíð“, Morgunblaðið 24. júlí 1985,
bls. 51. Sjá einnig athugasemd hennar, „ljóðahátíð/Karlahátíð“, í Morgunblaðinu 15.
september 1985, bls. 48, svar við grein Páls Valssonar í Þjóðviljanum 12. september
1985, dálknum „Klippt og skorið“, bls. 4, þar sem segir nokkuð hástemmt: „Merkilegt
framtak nokkurra skálda og hugsjónamanna til varnar skáldskapnum hefur orðið
fyrir miklum árásum hlutfallareiknara sem þykir pottur brotinn í kynferði Norrænu
ljóðlistarhátíðarinnar, sem nú stendur yfir og mun vera hin mesta sem hingað til
hefur verið haldin í löndum norrænna manna.“