Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 211
ITAMAR EVEN-ZOHAR
210
Mín kenning er að þýdd verk eigi í innbyrðis sambandi á að minnsta
kosti tvennan hátt: (a) hvernig þau eru valin til þýðingar af viðkomandi bók-
menntakerfi enda eru forsendur valsins aldrei óháðar öðrum kerfum mark-
menningarinnar (svo ekki sé dýpra í árinni tekið); og (b) hvernig þau eru
löguð að tilteknum viðmiðum, venjum og hefðum – með öðrum orðum,
hvernig þau semja sig að fyrirliggjandi listbrögðum – með hliðsjón af sam-
bandi þeirra við önnur kerfi markmenningarinnar. Þessi áhrif takmarkast
ekki við málkerfið heldur birtast þau líka á öllum öðrum viðkomandi svið-
um. Þannig kunna þýddar bókmenntir að hafa sín sérstöku einkenni sem
gilda sérstaklega og jafnvel eingöngu um þær.4
Því virðist ekki aðeins réttlætanlegt heldur fremur brýnt að tala um
þýddar bókmenntir. Mér virðist að tilraunir fræðimanna til að lýsa bók-
menntunum sem fjölkerfi, hvort sem er í samtímalegu eða sögulegu ljósi,
taki að öðrum kosti ekki nauðsynlegum framförum. Ég lít, með öðrum
orðum, ekki aðeins svo á að þýddar bókmenntir séu óhjákvæmilegur hluti
sérhvers bókmenntafjölkerfis heldur í raun virkasta kerfið innan þess. En
hver er umrædd staða innan fjölkerfisins og hvernig tengist hún birgðum
fyrirliggjandi listbragða? Í ljósi jaðarstöðu þýddra bókmennta í bókmennta-
rannsóknum er freistandi að álykta að þær séu jafnan í jaðarstöðu innan fjöl-
kerfis bókmenntanna en sú er alls ekki raunin. Það hvort þýddar bókmenntir
eru miðlægar eða jaðarsettar, eða hvort staða þeirra sé tengd framsæknum
(„leiðandi“) eða afturhaldssömum („hefðbundnum“) listbrögðum, veltur á
stöðu viðkomandi bókmenntakerfis gagnvart öðrum bókmenntakerfum.5
4 Sjá Gideon Toury, „Translational Solutions on the Lexical Level and the Diction-
ary“, International Conference on Meaning and Lexicography: Abstracts: Lodz, 19−21
June 1985, ritstjórar Jerzy Tomaszczyk og Barbara Lewandowska-Tomaszczyk,
Lodz: University of Lodz, Institute of English Studies, 1985, bls. 87−89; Gideon
Toury, „A Rationale for Descriptive Translation Studies“, The Manipulation of Lit-
erature: Studies in Literary Translation, ritstjóri Theo Hermans, London og Sydney:
Croom Helm, 1985, bls. 16−41.
5 Í upprunalegri gerð sagði hér enn fremur: „Hugmyndin um fjölkerfi bókmenntanna
þarf ekki að vefjast lengi fyrir okkur. Ég kynnti hugtakið fyrst árið 1970 til að reyna
að bæta úr þeim annmörkum hefðbundinnar fagurfræðilegrar nálgunar sem koma
í veg fyrir að verk sem talin eru léttvæg í listrænu tilliti njóti tilskildrar athygli.
Nálgun mín byggðist á þeirri tilgátu að það væri hentugra (frekar en „sannara“)
að telja til kerfisins allra handa bókmenntaverk og jafnvel texta sem tæpast flokk-
ast sem slík. Þetta er á engan hátt ný hugmynd; fræðimenn á borð við Tynjanov,
Ejxenbaum og Šklovskij lögðu mikið upp úr henni á öðrum áratugnum. Ég hóf,
með hliðsjón af rannsóknum þeirra þremenninga, að móta hugtakið í fyrirlestri
sem fluttur var 1973. Í kjölfarið ræddi Toury (1974) ítarlega um hvort hugtakið
væri gagnlegt og hvers konar flokkunarfræði mætti þróa á grunni þess. Mér sýnist