Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 212
STAðA ÞýDDRA BóKMENNTA INNAN FJöLKERFIS BóKMENNTANNA
211
II
Þegar sagt er að þýðingar séu í miðlægri stöðu innan fjölkerfis bókmenntanna
er átt við að þær taki virkan þátt í að móta miðju fjölkerfisins. Við þær að-
stæður eru þýðingar að verulegu leyti í leiðandi hlutverki og sem slíkar
líklegar til að vera settar í samband við stórviðburði bókmenntasögunnar
meðan þeir ganga um garð. Þetta felur í sér að ekki er gerður skýr greinar-
munur á „frumsömdum“ og „þýddum“ skrifum og að oft skili áhrifamestu
rithöfundarnir (eða meðlimir þeirra framúrstefnuhópa sem eru að komast til
áhrifa) af sér veigamestu eða rómuðustu þýðingunum. Þegar ný bókmennta-
form ryðja sér til rúms eru þýðingar einnig líklegar til að verða farvegur
nýrra listbragða. Áður óþekktir þættir (bæði viðmið og einkenni) eru kynntir
til leiks innan markmenningarinnar í gegnum erlend verk. Hér er ekki að-
eins átt við nýjar veruleikalíkingar sem er ætlað að leysa af hólmi gamlar og
rótgrónar hefðir heldur fjölda annarra þátta, svo sem nýtt (skáldlegt) tungu-
mál, frásagnartækni og -form. Ljóst er að val á verkum til þýðinga mótast af
ríkjandi aðstæðum innan viðkomandi fjölkerfis; textar eru valdir með hlið-
sjón af því hve auðvelt er að samræma þá nýmælunum og því leiðandi hlut-
verki sem þeir geta öðlast innan markmenningarinnar.
Við hvaða aðstæður getur þetta gerst? Mér sýnist að um sé að ræða þrjú
megintilvik sem eru í raun ólíkar birtingarmyndir sama lögmáls: (a) þegar fjöl-
kerfið er enn í mótun, það er að segja þegar bókmenntirnar eru „ungar“, að
ná fótfestu; (b) þegar bókmenntir eru annað hvort „jaðarsettar“ (innan stærra
kerfis tengdra bókmennta) eða „veikburða“, nema hvort tveggja sé; og (c)
þegar um er að ræða tímamót, kreppu eða tómarúm innan bókmenntanna.
Í fyrsta tilvikinu þjóna þýðingar einfaldlega þörf ungra bókmennta til
að virkja hina nýju (eða endurnýjuðu) tungu í þjónustu eins margra bók-
menntategunda og mögulegt er svo það geti orðið nothæfara bókmenntamál
fyrir vaxandi hóp viðtakenda. Þar sem ungar bókmenntir eru ófærar um að
að sömu áherslur megi greina í skrifum Lotmans (1976) en hann telur að rann-
sókn Bakhtíns (1965, ensk útgáfa 1971) á Rabelais sé besta fyrirliggjandi sögulega
greiningin á innbyrðis sambandi fagurbókmennta og afþreyingarbókmennta. Til að
sneiða hjá tæmandi umræðu um efnið hér vísa ég lesendum á umrædd verk. Tilgát-
an um fjölkerfið getur aukið þekkingu okkar, ekki bara með því að draga fram tengsl
sem enginn hefur komið auga á áður, heldur vegna þess að hún auðveldar okkur
að skýra innbyrðis samband þessara tengsla og þar með þá sérstöku stöðu og hlut-
verk sem ólíkar bókmenntategundir hafa í bókmenntasögulegu samhengi. Šklovskij
lýsir fjölda bókmenntategunda og -greina þar sem ein skipar öndvegi en aðrar bíða
síns tíma. Tynjanov vekur athygli á togstreitunni sem á sér stað milli framsækinna
og afturhaldssamra afla, hátta, gerða og sniða innan burðarvirkis bókmenntanna.