Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 214
STAðA ÞýDDRA BóKMENNTA INNAN FJöLKERFIS BóKMENNTANNA
213
Togstreitan innan fjölkerfisins veldur vatnaskilum, það er að segja sögu-
legum tímamótum, þegar yngri kynslóð sættir sig ekki lengur við rótgróna
valkosti. Við slík hvörf, jafnvel í tilviki miðlægra bókmennta, geta þýddar
bókmenntir fengið miðlæga stöðu. Þetta á ekki síst við þegar öllum inn-
lendum fyrirmyndum er hafnað þannig að bókmenntalegt „tómarúm“
skapast. Í slíku tómarúmi eiga erlendir valkostir upp á pallborðið og þýddar
bókmenntir geta í framhaldi orðið miðlægar. Vitanlega eru meiri líkur á að
slíkt ástand skapist innan „veikburða“ bókmennta eða bókmennta sem búa
við stöðug vanefni (skortir einingar og tegundir sem völ er á í bókmenntum
nágrannalanda eða öðrum aðgengilegum erlendum bókmenntum).
III
Þegar sagt er að þýddar bókmenntir geti verið í jaðarstöðu er átt við að þær
séu jaðarsett kerfi innan fjölkerfisins, haldi sig við rótgróna valkosti. Við
slíkar aðstæður hafa þær engin áhrif á meginstrauminn og eru lagaðar að
þeim viðmiðunum sem ríkjandi bókmenntir hafa þegar fest í sessi. Þýddar
bókmenntir verða í þessu tilviki höfuðvígi íhaldsseminnar. Á meðan frum-
samdar samtímabókmenntir geta haldið áfram að þróa ný viðmið og valkosti
semja þýddar bókmenntir sig að viðmiðunum sem hefur í bráð eða lengd
verið hafnað innan (nýlega) mótaðrar miðjunnar. Þær eru ekki lengur í já-
kvæðum tengslum við frumsamdar bókmenntir.
Hér er um merkilega þversögn að ræða: þýðingar, sem unnt er að nýta
til að koma nýjum hugmyndum, fylkingum og einkennum á framfæri innan
bókmenntanna, verða tæki til að festa ríkjandi smekk í sessi. Þetta ósamræmi
milli frumsaminna miðlægra bókmennta og þýðinga kann að hafa mótast
með ýmsum hætti, til dæmis þegar þýddar bókmenntir, sem verið hafa mið-
lægar í markmenningu og farvegur nýmæla, glata skyndilega sambandinu við
hina upprunalegu heimamenningu sem þróast hefur áfram, og fara að standa
öndvegi eða gerðar hornreka heldur við hvaða aðstæður tilteknar bókmenntir fram-
kalla breytingar innan fjölkerfisins. Því vil ég fremur ræða um virka og óvirka stöðu
inn kerfisins (Even-Zohar 1973; ensk útgáfa 1990); þær fyrrnefndu eru leiðandi eða
framsæknar en þær síðarnefndu miða að því að festa ríkjandi viðmið í sessi. Hver
er staða þýddra bókmennta í þessari umgjörð; eru þær í öndvegi eða hornreka,
framsæknar, afturhaldssamar, einfaldaðar, mótaðar af staðalmyndum? Á hvern hátt
ýta þær undir breytingar eða eru ósnortnar af þeim? Ég svara fyrstu spurningunni
svo að allt áðurnefnt geti átt við þýddar bókmenntir. Þær hafa enga óumbreytan-
lega stöðu sem unnt er að alhæfa um. Hvort þær verði virkar eða óvirkar veltur á
kringumstæðum sem ríkja innan fjölkerfisins hverju sinni. Það er ekki þar með sagt