Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 215
ITAMAR EVEN-ZOHAR
214
vörð um óbreytt listbrögð. Þannig geta bókmenntir, sem upphaflega koma
fram sem byltingarafl, þróast út í að verða staðnað kerfi sem ákafir varðmenn
hefðarinnar verja með oddi og egg fyrir smávægilegustu breytingum.
Aðstæðurnar sem skapa jarðveg fyrir slíka afturhaldssemi eru að sjálf-
sögðu andhverfa þeirra aðstæðna sem gera þýddum bókmenntum kleift að
vera miðlægar; annað hvort verða engar veigamiklar breytingar innan fjöl-
kerfisins eða þessar breytingar stafa ekki af því innbyrðis sambandi ólíkra
bókmennta sem þýðingar eru afurð af.
IV
Sú tilgáta að þýddar bókmenntir geti ýmist verið virkt eða óvirkt kerfi
felur ekki í sér að þetta sé einungis á annan veginn eða hinn. Sem kerfi
eru þýddar bókmenntir lagskiptar og samkvæmt sjónarhorni fjölkerfislegrar
greiningar miðast öll tengslin innan kerfisins við miðjuna. Með því er átt
við að sumir hlutar þýddra bókmennta geti haft miðlæga stöðu á meðan
aðrir séu jaðarsettir. Í greiningu minni hér að framan ræddi ég um veiga-
mikil áhrif bókmenntalegra tengsla á stöðu þýddra bókmennta. Mér virð-
ist að þetta sé lykilatriði. Þegar samgangur milli bókmennta er mikill eru
þýddar bókmenntir úr mikilsmetinni heimamenningu líklegri til að öðlast
miðlæga stöðu innan markmenningarinnar. Svo tekið sé dæmi af hebreska
fjölkerfinu þá voru þýddar rússneskar bókmenntir ótvírætt í miðlægri stöðu
þar á millistríðsárunum á meðan bókmenntir þýddar úr ensku, þýsku, pólsku
og öðrum tungumálum voru ljóslega í jaðarstöðu. Þar sem framsæknustu
og áhrifaríkustu einkennin áttu rætur að rekja til þýddra rússneskra verka
fór svo að aðrar þýddar bókmenntir sömdu sig að viðmiðunum sem þessar
þýðingar úr rússnesku höfðu fest í sessi.
að þessi staða sé alltaf að breytast; vissar viðvarandi aðstæður geta markað þeim til-
tekinn bás til lengri tíma.“ Í textanum er vísað í eftirfarandi rit í þessari röð: Gideon
Toury, „Literature as a Polysystem“, Ha-Sifrut, 1974, bls. 1−19, (grein á hebresku
með enskum útdrætti.); Jurij Lotman. „The Content and Structure of the Con-
cept of ‘Literature‘“, þýðandi Christopher R. Pike, PTL − A Journal for Descriptive
Poetics and Theory of Literature 1/2, 1976, bls. 339−356; Mikhail Bakhtín, Tvorc-
hestvo Fransua Rable i narodnaja kul’tura srednevekovja i renesansa, Moskva: Xud. Lit,
1965; Mikhail Bakhtín, Rabelais and His World, þýðandi H. Iswolsky, Cambridge:
MIT, 1971; Itamar Even-Zohar, „Israeli Hebrew Literature: A Historical Model“,
Ha-Sifrut 4: 3/1973 bls. 427−440 (grein á hebresku með enskum útdrætti); Itamar
Even-Zohar, „Israeli Hebrew Literature: A Historical Model“, Polysystem Studies,
sérhefti af Poetics Today 11: 1/1990, bls. 165−173.