Úrval - 01.02.1962, Qupperneq 19
HVORKl LÍFS NÉ LIÐINN
27
um, og lyf eru einnig notuð til að
deyfa þjáningarnar.
Hér er einungis verið að fram-
lengja dauðastundirnar. Sumir
hafa orðað þetta þannig, að
lœknavísindin hafi skapað nýjan
dauðdaga: „hægfara lyfjadauða.“
Eftir að ég átti þetta samtal við
hinn mikilsvirta lækni hef ég
fært málið i tal við aðra lækna
og hjúkrunarkonur og ýmsa, sem
hafa með heilbrigðismál að gera.
Allt er þetta fólk sammála um,
að vandamálið krefjist skjótrar
úrlausnar, en fæstir vilja láta
hafa eftir sér skorinorðar full-
yrðingar í málinu.
Forstöðumaður eins lækna-
skólans sagði við mig: „Það er
alveg sama, hve gætilega við
tölum; við komumst ekki hjá að
vera ásakaðir um að vilja stytta
sjúklingum aldur.“
Ég minnti hann á, að liknar-
deyðing væri ekki það sama og
manndráp, og svaraði hann þá:
„Ég er sammála því, — en gerir
hinn venjulegi borgari greinar-
mun á þessu tvennu?“
Einn skurðlæknirinn lét orð
falla við mig eitthvað á þessa
leið: „Það er ekki von, að sam-
staða ríki í þessum efnum, þeg-
ar læknarnir sjálfir eru ekki sam-
mála. Sumir læknar vilja berj-
ast meðan hjartað bærist í sjúkl-
ingnum. Við vitum, að Hippo-
crates gamli (faðir læknisfræð-
innar) var andvígur því, að not-
uð væru hjálparmeðul til að
flýta fyrir dauðanum, en það er
eins og við höfum gleymt því,
að hann fyrirbauð líka lyfjagjöf
til handa þeim, sem engin von
var um.“
Walter Alvarez, sérfræðingur
við Mayo-sjúkrahúsið, lítur svo
á, að stefnubreyting þurfi að
verða hjá þeim læknum, sem
leggja sig engu að síður fram
löngu eftir að öll von er úti. Hann
segir: „í 35 ár hef ég ráðlagt ung-
um læknum að vinna ekki of vél-
rænt, gefa sér alltaf tíma til að
spyrja sjálfa sig: „Þetta sem ég
ætla að gera næst,-------hvað
gott á það eftir að gera sjúklingn-
um?“ Einhver fyrsta læknis-
reynsla min var sú, þegar starfs-
bróðir minn einn lagði sig mjög
fram um að viðhalda lifi gam-
almennis. En síðustu dagar
sjúklingsins voru honum einung-
is til mikillar armæðu og van-
sælu. Þessi læknir einsetti sér
þá að hugsa sig mjög vel um áð-
ur en hann léti þessháttar endur-
taka sig.“
Árið 1940 skrifaði dr. Wor-
cester tímabæra bók, sem bar
nafnið „Meðferð hinna öldruðu
og dauðinn“. í bók þessari
kemst hann svo að orði:
Nútimaaðferðir varðandi end-
urlifgun eiga alls ekki við i þeim
tilfellum, þegar ending og þol