Úrval - 01.02.1962, Page 59

Úrval - 01.02.1962, Page 59
OLNBOGABARN 67 eftir það hugði hún ekki á neins konar forráð. Á efri árum sínum átti hún löngum athvarf á tveim- ur grannbæjum í Hvalfirði, Litla-Botni og Þyrli. Á þessum bæjum hafðist hún við eftir því, sem hún girntist, en vann þó stundum annars staðar dag og dag eða tíma og tíma. Stína gamla var í meðallagi há, grönn og holdskörp. Þvi fór fjarri, að hún væri stórskorin. I æsku hefur hún vafalaust verið fremur fríð stúlka. Nefið var hóflega stórt, andlitið fremur mjótt, varir þunnar, hörundið móleitt, hárið grátt og rytju- legt. En oft var hún hörð á brúnina og drættir allir striðir og strengdir. Við vorum vön að segja, að virkin í henni hlytu að vera úr stáli. Ekkert beit á hana, og hún lasnaðist aldrei. Alla jafna klæddist hún prjónapeysu og strigapilsi og gerði lítinn mun helgra daga og virkra. Skinnskó hafði hún á fótum, og var fótabúnaðurinn ekki alltaf snyrtilegur, frekar en annar ldæðaburður hennar. En hvorki kveinkaði hún sér við kulda né hrakviðri, og lítt skeytti hún um hlífðarföt. Aftur á móti notaði hún vettlinga við rakstur. Ekkert verk var svo sóðalegt, að hún fældist það fyrir þær sakir, og í fáum greinum hirti hún um þrifnaðarvenjur annarra manna. Ómannblendin var hún í meira lagi og kaus sér náttstað í fjárhúsjötum á sumr- um, en fluttist inn i bæ á stiga- palla eða afvikna staði i kjallara, þegar vetur lagðist að með frost og snjó. Jafnan berháttaði hún að gömlum sið, og gilti einu, hvort hún svaf í kulda í útihúsi eða sterkjuhita inni í bæ. Jafnan fór hún allra sinna ferða gangandi, og var göngulag hennar mjög ólíkt því, sem kon- ur temja sér nú. Hún skálmaði. Stína gamla hefur sjálfsagt verið greind í meðallagi, og all- vel var hún minnug. En hug- myndaheimur hennar var annar en þess fólks, sem hún var sam- tíða. Nokkuð var hún blendin í trú sinni, og engar grillur gerði hún sér um annað lif. Samt bar- við, að hún tók sér Nýja testa- mentið í hönd og stautaði í þvi um stund. Reyndust henni þó erfið i framburði ýmis nöfn á mönnum og stöðum austur á Gyðingalandi á dögum Krists og postulanna. Aðrar bækur lagði hún ekki í vana sinn að lesa. Aftur á móti kunni hún tals- vert af gömlum vísum, þulum og rímnaerindum, þótt margt af því bjagaðist nokkuð í meðförum. Þegar vel lá á kerlingu, raulaði hún oft fyrir munni sér mergj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.