Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 18
26
URVAL
sé um að kenna vaneldi, er hann
varð að þola sem smábarn með
úlfunum, sem gættu hans í bæl-
inu.
£>essi saga um Ramu litla hef-
ur á ný blásið lífi í sagnir um
börn, er eiga að hafa alizt upp
með úlfum. Þær er víða að finna
og fast staðið á sannleiksgildi
þeirra sumra. Nú á tímum, þegar
fregnir fara hratt milli heims-
álfa, berast sagnir um börn, sem
fundizt hafa í fóstri hjá dýrum
-— einkum úlfum og björnum, og
svo er að sjá, sem meira sé hæft
í þeim en ætlað var áður.
í fyrra gerðist það í Tyrklandi
skammt frá Eskishir, að veiði-
menn gerðu út leiðangur til þess
að leggja að velli úlfahóp, er
ásótt hafði hjarðir þeirra. Allt
i einu heyrðu þeir undarlegt óp,
alls ólíkt góli úlfanna. Það kom
frá skógarsvæði ekki langt frá
tjaldstað þeirra. Þar fundu þeir
dreng á að gizka tólf ára gamlan
með sitt þykkt hár, er hafðist
við í gjótu út úr bæli úlfanna.
Hann mataðist eins og dýr, nálg-
aðist fæðuna með munninum í
stað þess að bera hana að vör-
um sér með höndunum, og hegð-
an hans í sjálfsvörn var líkust
úlfi. Hann æstist mjög við að sjá
blóð.
Hvaðan kom nú þessi drengur?
Enginn veit.
Ef til vill getur hann unnið
bug á dýrsvenjunum, sem lagt
hafa fjötra á mannlegt eðli hans.
En enn sem komið er, er sem
hann sé sviptur mannlegu eðli.
Þe-ssar frásagnir beina athygl-
inni til hinna fornu bræðra,
Rómúlusar og Remusar, sem áttu
að hafa sogið hinn rómverska úlf.
Sams konar sögur hafa alltaf
annað slagið verið að skjóta upp
kollinum, kynslóð fram af kyn-
slóð hafa þær verið sagðar og
frá atvikum skýrt í smáu og
stóru.
Sagt er, að það hafi gerzt í
Hesse í Þýzkalandi árið 1544, að
úlfar tóku barn í fóstur, þriggja
ára dreng. Nokkrum árum seinna
var hann fluttur aftur til manna,
en saknaði alltaf hins frjálsa lífs
með villidýrum merkurinnar.
Þau gáfu honum beztu bitana og
skýldu honum með því að hringa
sig utan um hann. Hann hafði
lært að ganga á fjórum fótum og
þótti erfitt að ganga uppréttur.
Á næstu öld þar á eftir vitn-
aðist um allmörg börn, er höfð-
ust við hjá björnum. Árið 1767
fundu bjarnarbanar í neðra Ung-
verjalandi mannsspor í snænum.
Lá slóðin að helli nokkrum, og
þar inni fundu þeir unga stúlku,
sem var algerlega nakin. Hún
var heilsugóð og þrekmikil og
þeir urðu að beita valdi til þess