Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 131
FÍLARÓFUR HAFÐAR FYRIR PENINGA
139
inlandi Ameríku, voru Nýja-Eng-
lands shillingarnir, sem Massa-
chusettsréttur löggilti árið 1652 —
Fyrsti peningurinn, sem Bandaríkja
stjórn lögfesti, var hið svokallaða
Fugiocent (fugio: ég flýg) með
hinu ákveðna kjörorði „Mind your
business“, sem eignað hefur verið
Benjamín Franklfn. Þessi peningur
kom fram árið 1787, en var sleginn
af einkafyrirtæki. Fyrsta mynt-
slátta Bandaríkjastjórnar var ekki
opnuð fyrr en 1792.
Kjörorðið „In God We Trust“
(Við treystum Guði) var tekið upp
75 árum síðar. Það virðist sem séra
Wilkerson í Ridleyville í Penn-
sylvaníufylki hafi fyllzt viðbjóði
vegna þess, hversu „peningalánar-
ar“ landsins sýndu Guði lítið
traust.' Hann skrifaði Salmon P.
Chase fjármálaráðherra hvassyrt
bréf, og í því stakk hann upp á, að
einhverjar endurbætur yrðu gerðar
á myntinni, sem sjaldan bæri aðra
yfirskrift en „Liberty" (Frelsi).
Og endurbætur voru sannarlega
gerðar. Árið 1864 stakk Chase fjár-
málaráðherra upp á því, að kjörorð-
inu „In God We Trust“ skyldi
bætt á myntina, og kjörorð þetta
birtist fyrst á tveggja centa peningi
úr bronsi. Nú bera flestir þeir
bandarísku peningar, sem í umferð
eru, þetta kjörorð.
Seðlar hafa auðvitað orðið hús-
mæðrum hið mesta hnoss, sem
þannig hafa losnað við að bæta
billjónir buxnavasa, síðan gjald-
miðill þessi varð almennt notaður.
En bankaseðlar fjármálaráðu-
neytisins eiga stöðugt meiri sam-
keppni að mæta af hendi ávísan-
anna, sem orðnar eru algengur
gjaldmiðill.
Fyrstu ávísanirnar, sem til Banda
ríkjanna bárust, voru gefnar út 1
London og eru dagsettar í marz og
september 1664 og í ágúst 1675.
Fyrsta prentaða ávísunin var gefin
út í London árið 1762 af House of
Child, en fyrirtæki það er enn til.
En hvort sem um nautgripi,
málmpeninga, bankaseðla eða ávís-
anir er að ræða..... þá „flýgur"
gjaldmiðillinn samt hönd úr hendi.
Hvað er kurteisi?
ÚR SKÖLASTlL: „Eitthvað, sem engihn tekur eftir, ef maður
hefur það, en allir taka eftir, ef það vantar“.
— Ladies Home Journal,