Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 52
ESTU hillingar, sem
Þekktar eru viðvíkj-
andi Islandi, vel stað-
festar, voru athugað-
ar sumarið 1939 af hinum
Þekkta íshafsskipstjóra og land-
könnuði, Robert A. Bartlett, frá
skipi hans „Effie M. Morriss-
ey“. Bartlett var að horfa í
norðaustur, í áttina til Suð-
Mestu hilling-
ar við Island
Eftir
Vilhjálm Stefánsson.
vestur-lslands, eins og Færey-
ingar gætu horft í norðvestur,
í áttina til Suðaustur-Islands,
þar sem fjöllin eru tiltölulega
há. Prófessor William H. Hobb,
sem einnig er frægur fyrir
rannsóknir í Norðurvegi og vel
heima í bókmenntum um Þau
efni, skýrir frá athugunum
Bartletts í bréfi til „Science",
sem birtist þar 1. des. 1939.
„Hinn 17. júlí var sólarhæð
'tekin um hádegið, og var skip-
ið Þá statt á 63 38° n. br. og
33 42° v. 1. Á skipinu voru Þrír
krónómetrar og höfðu þeir ver-
ið nákvæmlega athugaðir dag-
lega af athugunarstöð flotans.
Veður var kyrrt og sjór slétt-
60
ur. Kl. 4 eftir hádegi er sól
var í suðvestri, birtust merki-
legar hillingar i stefnu á Suð-
vestur-lsland. Snæfellsjökull
(1446 m) og önnur kennileiti
á landi, er skipstjóri og stýri-
maður þekktu vel, sáust glöggt,
eins og fjarlægðin þangað væri
ekki meiri en 25 eða 30 sjó-
mílur, þó að raunveruleg fjar-
lægð samkv. legu skipsins væri
335—350 löggiltar mílur. Aftur
var tekin sólarhæð til saman-
burðar kl. 6 síðd. og var stað-
urinn þá 63 42° n. br. og 32
32° v. 1. Hlýtt var i veðri og
rigning. Veðrið hafði yfirleitt
verið kyrrt og sjór sléttur.
Bartlett skipstjóri ritar: „Ef ég
hefði ekki verið viss um stað-
inn, sem skipið var á og verið
á leið til Reykjavíkur, hefði ég
búizt við að koma þangað eftir
fáa klukkutíma. Yztu brúnir
landslagsins og hvítur kollurinn
á Snæfellsjökli sáust greinilega
og sýndust vera ótrúlega ná-
lægt.“
I ritinu „Annals of the
Association of American Geo-
graphers“ des. 1937 birtir Hobbs
mörg dæmi um hillingar, sem
eru vel staðfest og sáust í 100—
300 mílna fjarlægð. Hann segir
í bréfi því í „Science", sem áð-
ur er nefnt, að dæmi það, er
hann hafi birt eftir Bartlett
skipstjóra „taki öllu öðru fram,
sem hér hefur verið lýst“.
— Úr Ultima Thule, smákafli —
v