Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 127
IIREINQERNINGASAMSKIPTl FISKANNA
135
ingasamskiptin eru mikilvæg til
viðhalds heilbrigði sjódýranna.
Margir fiskar, sem eftir urðu, fengu
hvítleit bólgusár og trosnuð tálkn.
Vissulega var tilraunin umfangs-
mikil og ekki nægilega fylgzt með
öllu, en greinilegur munur kom í
Ijós á ástandinu miðað við nálæg
kóralrif. Greinilega virtust sjúk-
dómarnir hafa komið eftir að hrein-
gerningafiskarnir hurfu. Nokkrir
fiskar voru nú settir í sjóbúr, þeir
sýktust af bakteríusárum. Ég lét
þá hreingerningarækju í sjóbúrið,
hún tók þegar tii við að hreinsa
hina smituðu fiska.
Hreingerningasamskiptin eru að
sumu leyti iíffræðilega mikilvæg.
Frá sjónarmiði þróunar hafa þau
merkilegu hlutverki að gegna í lík-
amsbyggingarlegri og lífernislegri
aðlögun. — Þar að auki verður að
líta svo á, að hreingerningadýrin
séu aðalorsök fyrir samansafni
þeirra tegunda, sem hafast við á
hinum ýmsu svæðum. Hreingern-
ingin vekur margar spurningar í
hugum þeirra manna, sem rann-
saka hátterni dýranna. — Girnilegt
væri að fá vitneskju um, hvað það
er, sem kemur í veg fyrir að fiskar,
sem venjulega eru gráðugir, éti
hina litlu hreingerningafiska. —
Hreingerningasamskiptin kunna
að valda staðsetningu og dreifingu
ýmissa tegunda. Sambandið milli
hreingerningastarfsins annars veg-
ar og sambandið milli sníkjudýr-
anna og fiskanna, sem þau lifa á
hins vegar, þarf að rannsaka. Hin
góðu áhrif, sem starfsemi hrein-
gerningafiskanna hefur á fiskteg-
undir, sem eru mikilvæg verzlunar-
vara, þarf að taka til athugunar.
Nútíma fiski-líffræðingar verða nú
að taka hreingerningafiskana með
í útreikninga sína við allar ýtar-
legar rannsóknir á ævisögu fisk-
stofna. Frá sjónarmiði heimspeki-
legrar líffræði, er hlutverk hrein-
gerningastarfsins samvinna í nátt-
úrunni — en ekki skefjalaus bar-
átta fyrir lífinu með kjafti og klóm.
Höfundur: Conrad Limbang I
Scientific American, ágúst 1961.
Grímur Þorkelsson þýddi.
íslenzkir málshættir um sjó.
Bárumikill sjór blekkir margan, en við logn er ég hálfu
hræddari.
Ekki er sjórinn sekur, þótt syndi ei allir fuglar.
Svikull er sjávarafli.