Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 93
DRENGURINN, SEM „GEKK“ TIL AMERÍKU
101
litlum klefa með nokkrum saka-
mönnum.
Hinn 26. september 1960 gekk
Kayira Ijómandi á svipinn til skrif-
stofu bandaríska sendiráðsins í
Khartoum í Súdan. Nú voru liðin
næstum tvö ár frá því hann lagði
upp í ferðina. Hann bað um vega-
bréf til Bandaríkjanna. Varasendi-
herrann skýrði honum frá því, að
lög Bandaríkjanna krefðust þess af
erlendum námsmönnum, sem til
landsins kæmu, að þeir væru annað
hvort nægilega fjáðir til að sjá sér
farborða eða hefðu ábyrgðarmann,
og í öðru lagi væri ætlazt til, að
þeir hefðu tök á að kosta sig burt
úr landinu, væri þess krafizt.
En varasendiherrann var ekki á-
nægður með að afgreiða þetta mál
á svona formlegan hátt, svo að
hann skrifaði þegar í stað til
Skagit-ValIey-menntaskólans, og er
meginefni bréfsins svohljóðandi:
„Kayira er á ferðalagi — fótgang-
andi, ef ekki vill betur til, heiman
að frá sér til menntaskólans ykkar,
en vegalengdin er næstum um hálf-
an hnöttinn. Hingað til hefur hann
ferðazt 2500 mílur, og hann virðist
vera ótrauður, enda þótt langleiðin
sé eftir. Fyrst í stað fannst mér rétt-
ast að vísa honum heim aftur. En
samvizku minnar vegna hef ég ekki
getað látið verða af því. Ég vil fyrst
sannfæra mig um, að ekkert vit
sé í þessu fyrir piltinn. Ég sé um,
að pilturinn fari ekki héðan úr
Khartoum, fyrr en ég hef fengið
svar frá ykkur“.
Símskeyti frá Skagit-Valley-
menntaskólanum kom um hæl.
Rektor skólans skýrði frá því, að
nemendur skólans og bæjarbúar
hefðu hafið fjársöfnun til að kosta
ferð'Kayira til Bandaríkjanna. Um
svipað leyti kom bréf með flug-
póstinum frá hjónunum William
og Mörtu Atwood, þar sem þau
buðu afríska piltinum vist á heim-
ili þeirra meðan hann stundaði
nám í bænum.
Meðan sendiráðið útvegaði vega-
bréf og flugferð, fór vel um Kayira
hjá þeim sendiráðsmönnum, og las
hann nú af meiri áhuga en áður
sitthvað um Bandaríkin. Nú höfðu
margir í Khartoum haft spurnir af
honum, og kommúnistar reyndu að
fá hann til að breyta áætlun sinni
og stunda heldur nám I einhverju
landanna austan járntjaldsins.
Kayira segir sjálfur svo frá þessum
viðskiptum: „Þar sem ég var krist-
innar trúar, skelfdist ég guðleysi
þessara manna. Þess utan erum við
Afríkubúar ákveðnir í að forða
okkur frá öllum alríkisstefnum. Ég
held, að Bandaríkin séu það land,
þar sem mér er fyrir beztu að
afla mér menntunar".
Kayira hafði þannig tekið endan-
lega ákvörðun, og hinn 16. desem-
ber steig hann sigri hrósandi upp í