Úrval - 01.06.1962, Side 165
IIVAÐ ER KONA AÐ GERA IIÉR?
173
litið á sjóliðann særða. „Furðulegt
að hann skuli afbera þetta allt“,
varð mér að orði.
Rödd yfirlyfjafræðingsins var
hrjúf af þreytu. „Athugið það“,
sagði hann, „að mannlegu þreki er
ekkert ofraun“.
Það var ekki fyrr en nokkrum
árum seinna, þegar ég barðist við
það, vikum og mánuðum saman,
að halda vitinu í einangrunarklefa
í fangelsinu í Budapest, að ég tók
að hugleiða þessi orð. Og það fór
svo, að þau veittu mér það traust,
sem dugði: — Forðastu að telja
sjálfri þér trú um að þetta sé
þér um megn; mannlegu þreki er
ekkert ofraun . . .
Félagi slitið.
Er styrjöldinni lauk vann ég um
skeið sem ljósmyndari fyrir tíma-
rit eitt í New York. Áður en langt
um leið bauðst mér þó það tæki-
færi, sem ég hafði í rauninni beðið
eftir — að lýsa því öngþveiti, sem
sigldi í kjölfar styrjaldarlokanna,
og skýra þjóðum og einstakling-
um frá því, hvernig helzt yrði
sigrazt á því með raunhæfri hjálp
og aðstoð. Árið 1947 gengum við
Tony í þjónustu Bandarísku vin-
áttunefndarinnar sem sjálfboðalið-
ar í því skyni.
Næstu árin unnum við á vegum
hinna ýmsu stofnana nefndarinn-
ar og í því skyni sem næst hverju
landi í Evrópu og viðs vegar á
Mið-Austurlöndum. Atburðir þeir,
aðstæður og viðhorf, sem okkur
gafst að lýsa í orði og myndum,
hlutu að hafa sterk og djúptæk
áhrif. Sættir með erfðafjendum; að-
sto.ðin við íbúa Landsins helga og
landa Omars Khayyám — en þó
fyrst og fremst hið örlagaríka
skipbrot hinnar svokölluðu menn-
ingar. Eitt lítið dæmi getur ef til
vill veitt lesendum nokkra innsýn,
varðandi það, sem var að gerast.
Veturinn 1947 kom ég í bráða-
birgðahæli, sem reist hafði verið
í þeim rústum, sem áður voru Gyð-
ingahverfi Varsjárborgar, en þarna
ætlaði ég að taka myndir af mun-
aðarlausum börnum, sem þar hafði
verið fenginn samastaður. Þessi
tötrum klæddu börn áttu fátt sam-
eiginlegt með áhyggjulausu æsku-
fólki; flest þeirra máttu heita viti
sínu fjær eftir þá hryllilegu
reynslu, að sjá nágranna sína, for-
eldra og aðra aðstandendur brytj-
aða niður í vonlausri varnarbar-
áttu gegn hersveitum nazista.
Ég hugðist ljósmynda þau á
meðan þau voru að drekka þurr-
mjólkurblöndu úr pjáturkrúsum
sínum; bjóst við að heyra þau
spyrja hve langt niður í krúsina
þau mættu drekka, eins og venja
var um pólsk börn í Varsjá, sem
reiknuðu orðið með því að hafa
ekki mat til næsta máls. En þessi
blessuð börn spurðu einskis; þau
brostu ekki og mæltu ekki orð frá