Úrval - 01.06.1962, Side 165

Úrval - 01.06.1962, Side 165
IIVAÐ ER KONA AÐ GERA IIÉR? 173 litið á sjóliðann særða. „Furðulegt að hann skuli afbera þetta allt“, varð mér að orði. Rödd yfirlyfjafræðingsins var hrjúf af þreytu. „Athugið það“, sagði hann, „að mannlegu þreki er ekkert ofraun“. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna, þegar ég barðist við það, vikum og mánuðum saman, að halda vitinu í einangrunarklefa í fangelsinu í Budapest, að ég tók að hugleiða þessi orð. Og það fór svo, að þau veittu mér það traust, sem dugði: — Forðastu að telja sjálfri þér trú um að þetta sé þér um megn; mannlegu þreki er ekkert ofraun . . . Félagi slitið. Er styrjöldinni lauk vann ég um skeið sem ljósmyndari fyrir tíma- rit eitt í New York. Áður en langt um leið bauðst mér þó það tæki- færi, sem ég hafði í rauninni beðið eftir — að lýsa því öngþveiti, sem sigldi í kjölfar styrjaldarlokanna, og skýra þjóðum og einstakling- um frá því, hvernig helzt yrði sigrazt á því með raunhæfri hjálp og aðstoð. Árið 1947 gengum við Tony í þjónustu Bandarísku vin- áttunefndarinnar sem sjálfboðalið- ar í því skyni. Næstu árin unnum við á vegum hinna ýmsu stofnana nefndarinn- ar og í því skyni sem næst hverju landi í Evrópu og viðs vegar á Mið-Austurlöndum. Atburðir þeir, aðstæður og viðhorf, sem okkur gafst að lýsa í orði og myndum, hlutu að hafa sterk og djúptæk áhrif. Sættir með erfðafjendum; að- sto.ðin við íbúa Landsins helga og landa Omars Khayyám — en þó fyrst og fremst hið örlagaríka skipbrot hinnar svokölluðu menn- ingar. Eitt lítið dæmi getur ef til vill veitt lesendum nokkra innsýn, varðandi það, sem var að gerast. Veturinn 1947 kom ég í bráða- birgðahæli, sem reist hafði verið í þeim rústum, sem áður voru Gyð- ingahverfi Varsjárborgar, en þarna ætlaði ég að taka myndir af mun- aðarlausum börnum, sem þar hafði verið fenginn samastaður. Þessi tötrum klæddu börn áttu fátt sam- eiginlegt með áhyggjulausu æsku- fólki; flest þeirra máttu heita viti sínu fjær eftir þá hryllilegu reynslu, að sjá nágranna sína, for- eldra og aðra aðstandendur brytj- aða niður í vonlausri varnarbar- áttu gegn hersveitum nazista. Ég hugðist ljósmynda þau á meðan þau voru að drekka þurr- mjólkurblöndu úr pjáturkrúsum sínum; bjóst við að heyra þau spyrja hve langt niður í krúsina þau mættu drekka, eins og venja var um pólsk börn í Varsjá, sem reiknuðu orðið með því að hafa ekki mat til næsta máls. En þessi blessuð börn spurðu einskis; þau brostu ekki og mæltu ekki orð frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.