Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 116
124
ÚRYAL
Það var í október 1960, að Wells
Van Steenbergh, jr., 25 ára göml-
um atvinnuflugmanni, datt í hug
að ræna banka. Hann var hávax-
inn, snyrtilegur og kurteis maður,
sem misst hafði atvinnu vegna
samdráttar á starfssviði hans og
var því í fjárhagskröggum. Margir
menn í slæmum fjárhagskröggum
hafa gælt við þessa hugmynd, en
síðan vísað henni á bug, en það
virðist ekki sem Van Steenbergh
hafi verið á báðum áttum. Hann
stökk strax upp í bláa Renaultbíl-
inn sinn og tók að aka um Seattle-
borg í leit að heppilegum banka.
Brátt var hann tekinn að grand-
skoða útibú nokkurt frá Hinum Al-
menna Þjóðbanka Washingtonfylk-
is (People’s National Bank of
Washington). Bankinn er um-
kringdum íbúðarhúsum og smá-
verksmiðjum. Þetta er athafna-
hverfi á daginn, en mjög rólegt
hverfi, er dimma tekur. Á bak við
bankann er aðkeyrsla, og þar eru
viðskiptavinir í bifreiðum af-
greiddir út um lúgur, án þess að
þeir þurfi að yfirgefa bifreiðirnar.
Þar á bak við er dálítil brekka og
auð lóð. Van Steenbergh ákvað að
nota ekki stytztu leiðina til þess
að komast inn í bankann.
Hann hafði enga reynslu, hvað
snerti gröft, mokstur og burtflutn-
ing jarðvegs, en samt byrjaði hann
að grafa jarðgöng undir þessa
brekku að baki bankans, en hún
var vaxin illgresi. Síðan áttu jarð-
göngin að liggja undir brautina að
baki bankanum, undir bankann
sjálfan og upp um gólfið, að þvi er
hann vonaði. Hann hélt stöðugt á-
fram, þangað til hann hafði grafið
um átta fet. Þá hrundu jarðgöng-
in saman. En Van Steenbergh hafði
ekki misst móðinn. Snemma næsta
dags var hann kominn í símann.
Hann var að panta timbur. Þegar
dimmt var orðið, hafði hann tekið
til við verkið að nýju. Hann byrj-
aði á jarðgöngunum á nýjan leik
og þakti veggi og loft með timbri
jafnóðum af ákafa gulileitarmanns-
ins, sem er viss um, að hann hafi
fundið auðuga æð.
Van Steenbergh gerðist einn af
ötulustu mokstursmönnum borgar-
innar. Hann vann af elju mikilli
nótt eftir nótt, á meðan borgin
svaf. Þegar líða tók að morgni,
dró hann lausu moldina út úr jarð-
göngunum, og til þess notaði hann
breið borð. Að síðustu faldi hann
op jarðganganna með greinum og
spýtnarusli og hélt heim til þess
að hvíla sig eftir stranga vinnu-
nótt.
Vikur Iiðu, og enn vissi hvorki
borgarlögreglan né bankinn um
moldvörpuárás Van Steenberghs.
Yfir göngunum afhentu gjaldker-
arnir við lúgurnar viðskiptamönn-
unum í bifreiðunum peninga dag