Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 114
122
ÚR VAL
Byrja má að gefa inn vatn og
hráa eggjahvítu, mjólkurglas eða
hvort tveggja, sé enginn læknir ná-
lægur. Gæta skyldi þess þó, að
ekkert af uppgangi þeim, sem upp-
sölumeðalið framkallar, lendi ofan
f lungu barnsins. Bezt er að halda
barninu á hvolfi í kjöltu sér og láta
höfuð þess vera lægra en mjaðm-
irnar, um 8-10 þumlungum lægra.
Sértu viss um, að einhver hafi
gleypt eitur, en engin uppköst eiga
sér þó stað, skaltu framkalla upp-
köst með því að láta þann hinn
sama drekka volgt vatn eða salt-
upplausn (eina teskeið af salti í
um hálfpott af vatni). Hafi þetta
engin áhrif, skaltu þrýsta skeiðar-
skafti eða vísifingri ofan í háls
honum. Uppköst eru æskileg nema
í óvenjulegum tilfellum, vegna
þess að þau hjálpa maganum til
þess að losna við skaðvænleg efni.
Gerðu allt, sem í þínu valdi
stendur, til þess að auðvelda starf
læknisins og tryggja sem beztan
árangur starfs hans, þegar hann
kemur á vettvang. Láttu sjúlding-
inn liggja flatan. Fætur hans skulu
vera í sömu hæð og höfuðið eða
örlítið hærri. Haltu honum hlýjum,
en dúðaðu hann ekki um of, svo
að honum verði ekki allt of heitt.
Reyndu að komast að því, hvaða
efni barnið gleypti. Hafðu flöskuna
eða dósina við höndina, svo að
ifc'knirinn geti ákvarðað eiturteg-
undina tafarlaust.
Öryggið umfram allt:
1. Læstu öll hættuleg efni niðri
í hirzlum.
2. Þú skalt aldrei gefa nokkrum
meðalaskammt né taka hann í
myrkri.
3. Gættu þess að ganga vel frá
meðulum eða eiturefnum, sem þú
fleygir.
4. Taktu ekki meðul úr ómerkt-
um flöskum.
5. Verndaðu húð þína og augu
gagnvart skaðlegum áhrifum
hreinsiefna.
»»««
Þegar laggari gifti sig.
Or hjónavígsiuræðu prestsins: „Eg er enginn beykir, en guð er
góður beykir. í>ess vegna hið ég hann, að reka á ykkur botn-
gjörð elskunnar með hamri tryggðarinnar og drifholti heilags
anda. Amen.
— Almanak Þjóðvinafélagsins 1888.