Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 82
90
IJRVAL
ingar hans, sem sannanir fyrir þvf,
að hann væri Messías og réttlæt-
ingu sinnar eigin trúar, þegar þeir
voru að kynna hann, sem slíkan,
fyrir samlöndum sínum. Þaðan
koma munnlegar sögusagnir um
Jesúm, sem verða að smásögum, er
á sínum tfma verða grundvöllur
hinna rituðu guðspjalla. En þetta
voru erfíkenningar, sem að veru-
legu leyti mynduðust vegna t.rú-
fræðilegra og trúvarnarlegra þarfa
þessara frumkristnu safnaða í Gyð-
ingalandi. Meðal þeirra voru auð-
vitað engin áform um að geyma
nákvæma sögulega lýsingu á Jesú
fyrir eftirkomendurna.
Atburðirnir, sem voru undanfari
krossfestingarinnar, hlutu eðlilega
aðalathyglina í frásögunni og tóku
yfir meira rúm, en ævisaga Jesú
að öðru Ieyti. En þar sem þeir
höfðu nú fengið tryggingu ritning-
anna fyrir dauða Messíasar, þá
var það ekki lengur vandamál, þótt
Rómverjar hefðu líflátið hann,
ekki fyrir lærisveinana meðal Gyð-
inga, þótt það yrði það síðar fyrir
trúaða, úr flokki heiðingja. Meðal
Gyðinga hefði það vissulega verið
talið Jesú til góða, að líða píslar-
vættisdauða fyrir fsrael.
Þannig virðist þá hafa myndazt
erfikenningin um Jesúm meðal
kristinna Gyðinga í Gyðingalandi
fyrir endalokin árið 70 e. Kr. Það
er líka í samræmi við þá staðreynd,
að þessir upprunalegu fylgjendur
Jesú héldu áfram að lifa sem
„vandlætarar" (Zealotar), réttrúað-
ir Gyðingar, sem dýrkuðu Guð
sinn reglulega í musterinu í Jerú-
salem. Sýnilega var ekkert í trú
þeirra á Jesú, sem þeim fyndist
vera ósamræmanlegt við Gyðinga-
trú sína. Það er þess vegna erfitt
að skilja, hvernig kristin trú, þann-
ig túlkuð, hefði nokkurn tíma orð-
ið heimstrúarbrögð, án snilldar
Páls. Það var hin innblásna túlkun
Páls á krossfestingunni sem hinu
mikilvæga atriði í guðlegri ákvörð-
un um frelsun mannkynsins og
upphafningu Jesú sem hins guð-
lega frelsara, sem gaf síðari tíma
kristindómi heiðingja sína endan-
legu mynd.
En myndun erfikenningarinnar
um hinn sögulega Jesúm í hina
yfirskilvitlegu veru er ekki verk
Páls. Það er hið ágæta afreksverk
Markúsar. Andspænis hinu hættu-
lega ástandi kristinna manna í
Róm um 70 e. Kr., eins og við höf-
um þegar séð, lagaði hann hina
munnlegu sögusögn um Jesúm,
Messías Gyðinga í hina ágætu frá-
sögn, sem birti hið sanna eðli hans
sem hins guðlega frelsara mann-
anna.