Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 97
HAFIÐ GEFUR — HAFIÐ TEKUR
105
meginlandinu, lyftist landið upp við
að fargið hvarf — á sama hátt og
skip, sem losnar við þungan farm.
Sannanirnar um landsig eru líka
bæði margar og áberandi. Úti fyrir
austurströnd Bandaríkjanna er
grunnsævi, sem nær um það bil
200 metra út frá landinu. Þetta er
fastalandssökkullinn, og er hann
klofinn af djúpum gjám eða hvilft-
um. Þessar ójöfnur í landslaginu
verða ekki raktar til orsaka þeirra,
sem nú á tímum móta hafsbotninn.
Þar eð gjárnar eru fyrir ströndum
úti, þar sem stórár falla til sjávar,
er augljóst, að þær eru ekki annað
en árfarvegir, — eru með öðrum
orðum frá þeim tíma, þegar lands-
sökkullinn var þurrt land og
strandlínan náði miklu lengra út en
nú.
Öldur hafsins og straumar þess
við ströndina valda miklum um-
skiptum á strandlínunni. Hve öld-
urnar eru stórar og kraftmiklar, er
ekki einungis undir vindstyrknum
komið, heldur líka aðdýpinu. Til að
I stórar öldur geti myndazt eða ætt
áfram þarf vissa dýpt. Þegar stór
alda kemur að grynningum, brotnar
hún. Þess ber að gæta varðandi
öldur, að það er ekki vatns- eða
sjávarmagn öldunnar, sem færist úr
stað, heldur bylgjuformið sjálft.
Þetta sjáum við einna bezt, ef við
köstum trékubb á byigjandi vatn;
kubburinn hossast upp og niður á
mjög takmörkuðu svæði, en hrífst
ekki áfram með öldunni, sem hann
lendir fyrst á.
Hve stórar geta haföldurnar orð-
ið? Bylgjuhæðin — það er að segja
lóðréttur hæðarmunur milli öldu-
dals og öldukambs — getur verið
frá nokkrum millimetrum í gáruð-
um sjó og allt að 13 metrum, þegar
um stormöldur er að ræða eins og
oft er á Norður-Atlantshafinu. Þeg-
ar öldur þessar skella á kletta-
strönd Bretagne, Cornwallskagans
og Færeyja, hlýzt af því mikill sjáv-
argangur og eyðilegging. Þarna
þeytist sjórinn hundruð metra í loft
upp, og stóreflis björg losna stund-
um úr hamraveggjunum og falla
niður í freyðandi ólguna. Veðurat-
hugunarmenn í Færeyjum hafa
skýrt svo frá, að þeir hafi séð stór-
eflis björg þeytast meira en þrjátíu
metra upp úr brimrótinu. Landbrot-
ið af völdum brimsins er þarna gíf-
urlegt, enda eru Færeyjar í miðju
Norður-Atlantshafinu, og Neptúnus
sækonungur beitir þar óspart stór-
skotaliði sínu.
Hvernig verkar sjávaraldan til
skemmdar? Fyrst og fremst með
því að hola og mylja smátt og
smátt strandbjörgin. Á þennan hátt
geta heilu klettarnir étizt upp. Síð-
ustu leifar þeirra eru oft „brim-
brýr“, sem síðan einangrast frá
meginlandinu, og ytri brúarsporð-
urinn verður einn eftir sem sæ-