Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 45
HRYNJANDl LÍKAMSLÍFSINS
53
því beinist athygli vísindamanna
æ meira aS hugtökunum tveim,
hraða og tíma, og áhrifum þeirra
á mannlegt líf.
Lífshrynjandin stöSvast ekki
né truflast verulega, enda þótt
lífverurnar verSi fyrir miklum
hitastigsbreytingum eSa lífsstarf-
semin sé trufluð meS ýmiss konar
efnum eSa deyfilyfjum. ÞurrkaS
kornsæði, til dæmis, skýtur sín-
um árlegu frjóöngum, enda þótt
hitastigiS sé mjög óeSlilegt. Og
ýmis sterlc deyfilyf geta ekki
komið vissum frumum til aS
„gleyrna" tímanum.
í náttúrunni er til ýmiss konar
háttbundin hrynjandi: áriS, mán-
uSurinn, dagurinn — eSa áhrif
gangs sólar, tungls og jarSar. HiS
síðastnefnda hefur vísindamönn-
unum orðiS mest rannsóknarefni.
Mest áberandi reglan í mann-
legu lífi varSandi snúning jarð-
ar um sjálfa sig er nætursvefn-
inn, Það er erfitt að brjóta þessa
regiu svo nokkrú nemi, enda
hefur það alvarlegar afleiðingar.
Býflugur til dæmis hafa hátt-
bundnar sólarhringsvenjur, og
það er ekki hægt að þrengja
þennan ramma niður í nítján
tíma, þótt þaS sé reynt í áföng-
um. Rannsóknarmenn hafa drep-
ið ýmis skordýr meS því að trufla
eðlilega lífshrynjandi þeirra.
Auðveldasta aðferSin til að
sýna, hve hin náttúrlega hátt-
semi er sterkt afl, er að útiloka
eðlilegt ljós og hitastig við rann-
sóknir á ýmsum dýrum. Fiðlu-
krabbinn (fiddler crab) dökkn-
ar ævinlega á lit í dögun til
verndar gegn sólargeislunum og
óvinum sínum, en verður silfur-
grár þegar dimmir. Sé þessi
fjörubúi tekinn og látinn vera í
dimmum klefa allan sólarhring-
inn, heldur hann áfram litbreyt-
ingum sínum tvisvar á dag.
Undanfarið hafa rannsóknir
sýnt fram á, að snúningur hnatt-
arins hefur ekki merkjanleg áhrif
á háttsemi baunaplantna, ham-
stra, svampa og ávaxtaflugna.
Eftir því sem líffræðingarnir
kynnast þessum undarlegu fyrir-
bærum betur, því fremur setja
þeir þau í samband við lífshætti
mannsins. Vitað er að barnsfæð-
ingar, og ef til vill getnaður og
egglos konunnar, er að einhverju
leyti háð áhrifum sólar og tungls
í sameiningu.
Niðurstöður þessara rann-
sókna eru talsvert sannfærandi,
og fleira kemur til, sem er jafnvel
enn mikilvægara. Einn visinda-
maður hefur sagt: „Með tilraun-
um er hægt að sýna fram á, að
ákveðinn skammtur af vissri
lyfjablöndu, sem er sprautað inn
í líkama, getur ýmist leitt af sér
dauða eða lækningu og fer þetta