Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 80
88
URVAL
aðshöfðingjans á hinum deyjandi
Jesú, sem Guðs syni.
Af þessu ætti að mega draga þá
ályktun að starfsemi og kenning
Jesú hafi verið slík, að fyrstu
lærisveinar hans hafi álitið hann
vera Messías. En þessi ályktun
vekur aftur áríðandi spurningu: að
hve miklu leyti samsvaraði Jesús
hugmyndinni um Messías? Tilraun-
ir til að svara þessari spurningu
hafa lengi verið truflaðar af hinni
ósjálfráðu kristilegu trú, að hinn
guðlegi frelsari mannkynsins gæti
ekki hafa blandað sér í samtíma
stjórnmáladeilur Gyðinga.
Við höfum séð, að þessi sann-
færing er fyrst borin fram í tilraun
Markúsar til að skýra aftöku Róm-
verja á Jesú, sem afleiðingu af
illgirni Gyðinga.
Við höfum þó ekki aðeins sagt
frá atburði, sem gæti bent til, að
starfsemi Jesú hafi verið stjórn-
málalegs eðlis, við verðum einnig
að játa, að Jesús sjálfur muni hafa
orðið að taka afstöðu til yfirráða
Rómverja í Júdeu. Manni virðist
sem um þrjár leiðir hafi verið
að ræða í þessu samb. fyrir hann.
Hugsanlegt er, að hann hefði getað
neitað að taka afstöðu til málsins.
En erfitt er að trúa því, að nokk-
ur Gyðingur hefði getað lifað sig
svo algerlega frá lífi og áhuga-
málum samlanda sinna á þeim tím-
um, auk þess er ekki sennilegt, að
nokkur maður, sem hefði tekið
slíka afstöðu, hefði getað náð
þeirri lýðhylli, sem Jesús hafði
sýnilega. Hugsanlegt er, að hann
hefði getað haldið fram, að betra
væri að samþykkja yfirráð Róm-
verja sem illa nauðsyn en að hætta
á eyðileggingu uppreisnar — það
var afstaða æðstu presta Saddúke-
anna.
En ef hann hefði verið þannig
hlynntur undirgefni við Rómverja,
hvernig hefði hann þá átt að fá
nokkurn samlanda sinn til að við-
urkenna sig sem Messías? — og
hefði slíkt hlutleysi getað orðið til
þess, að Rómverjar tækju hann af
lífi?
Þá er aðeins eftir þriðji mögu-
leikinn að Jesús hafi, sem þjóð-
rækinn Gyðingur, lýst yfirráð
Rómverja andstæð vilja Guðs og
gert sig að tákni fyrir frelsisþrá
þjóðar sinnar.
En ef það er sennilegt, að Jesús
hafi viðurkennt, að mál þjóðar
hans gegn Róm væri réttlátt, að
hve miklu leyti tók hann þá þátt
í baráttu þeirri, til að tryggja
henni stjórnmálalegt frelsi? Við
þessari spurningu er ekki hægt að
gefa ákveðið, né einu sinni senni-
legt svar. Allur vitnisburðurinn er
tvíræður.
Að einu leyti bendir sumt til
þess, eins og áður er sagt, að
sakfelling Rómverja hafi haft, að
minnsta kosti, við nokkur rök að
styðjast. Á móti því koma svo ýmis