Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 71

Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 71
HANN DÓ STANDANDI 79 æskumanna og annarra þeirra, er manndóm höfðu, og gaf hverjum móttækilegum manni það sjálfs- traust og tign, sem er einkenni höfðingja og aðalsmanna. Þótt Halldór á Rauðamýri hefði aldrei rúman efnahag, hélt hann alltaf reisn sinni og rausn og lét engan á sér ganga. Við snauða menn var hann skilningsríkur og mildur, einkum þá menn er hann vissi að höfðu vit og vilja til sjálfs- bjargar, en höfðu orðið fyrir áföll- um. Hjálpaði hann þeim og leið- beindi meira en margan grunaði. Það var yndi að sjá Halldór á hesti sínum „hélaðan af árni“, því hann hélt glæsimennsku sinni og riddaraeðli til hinztu stundar. Reið- hestur Halldórs á efri árum var afburða gæðingur og fjörgammur mikill, norðlenzkur, er keyptur hafði verið mjög háu verði. Var gaman að sjá þá koma saman á mannfundi, Halldór og hestinn, — manninn aldinn að árum, en hest- inn ólman og ungan. Riddarinn grár fyrir járnum, silfraður á hár og skegg, bar sig manna bezt í söðli, með íslenzka blárefshúfu á höfði og haldandi aftur af hestin- um, sem tifaði og barði hófum, há- leitur, með æðisleg augu og flentar nasir með froðu um flipann, ofsa- legur og bruddi beizlismélin hring- andi faxmikinn makkann, er reis hátt upp í fang riddarans, — fák- urinn dansandi á sporinu, en reið- skjóti og riddari báðir bullsveittir og rauk af þeim úðinn. — Elli kerling getur aldrei bug- að Halldór á Rauðamýri, hugsaði ég. Og sjálfur Dauðinn má svei mér gæta sóma síns þegar þar að kemur. Sú varð og raunin á, því sjálfum Dauðanum tókst ekki að fella Hall- dór bónda af fótum, enda þótt hann yrði að gegna skyldu sinni, að farga manninum, þegar kallið var komið. Það væri forvitnislegt að fá að vita hvemig Dauðinn fer að því að drepa svona mann eins og Hall- dór á Rauðamýri, þegar þar að kemur, hugsaði ég oft á mínum yngri árum. Halldór var í makindum að taka kúaheyið, nærri hálfnfræður, þeg- ar Dauðinn kom (því hann hirti 10 nautgripi og hundrað fjár). Ekki tókst Dauðanum samt að fella Halldór af fótum eins og hans er oftast siðvenja, fer hann sækir menn, eða innheimtir líf þeirra, — sá mikli rukkari. Halldór stóð á eigin fótum og hallaðist upp að heystálinu, stirð- ur og steindauður, þegar að var komið. Aðalstign hans, reisn og glæsi- mennska hafði enzt honum allt hans líf og ekki yfirgefið hann í dauðanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.