Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 63
GÓÐVINUR MANNSINS í IIAFINU
71
um um geyminn. „Þetta er þerna
móðurinnar," hélt kunningi minn
áfram. „Annað kvendýr gengur
ævinlega í lið með móðurinni
rétt eftir gotið og hjáipar henni
við að ala upp barnið og verjast
hákörlum."
Ef hákarl gerir sig liklegan til
árásar, gefa móðirin og þernan
frá sér blístursliljóð til að kalla
á hjálp; fleiri marsvín drífa að
og mynda hring utan um hákarl-
inn. Ekki líður á löngu áður en
þau talca að lemja óvininn kraft-
miklum liöggum og valda með
því skemmdum á líffærum hans.
Eitt sinn, þegar ég var á fisk-
veiðum, sá ég stóran hákarl þeyt-
ast upp úr sjónum og slcella
snöggt niður aftur. Ég færði mig
nær og sá, að sex marsvín höfðu
umkringt hann. Eitt af öðru réð-
ust þau á hann, og minnti það
mig á tundurskeytaárás. Þau
greiddu honum högg rétt fyrir
neðan rifbeinin og i kviðinn.
Loks gafst hákarlinn upp og
hvarf niður i djúpið.
Marsvínin eru hraðsynt; tek-
inn hefur verið tíminn 30 mílur
á klukkustund, og er það meiri
hraði en hjá mörgum farþega-
skipum. Visindamennirnir hafa
komizt að því, að þessi hraði er
að nokkru leyti að þakka skrápn-
um, sem er þakinn mjúkum fell-
ingum sem laga sig eftir straumi
sjávarins; þar með verður viðnám
vatnsins miklu minna en til dæm-
is á skipsskrokkum.
Til eru margar sögur um, að
marsvin hafi bjargað lífi manna.
Iíona ein óð einu sinni upp í
mitti fyrir utan strönd Flórída i
Ameríku og sogaðist niður með
undiröldu. Hún segir sjálf svo
frá: „Ég fann að eitthvert afl
kastaði mér upp að ströndinni.
Eftir að ég kom undir mig fót-
unum og gat áttað mig, sá ég
enga manneskju nálægt, en í yfir-
borði sjávarins synti á að gizka
átján feta langt marsvín. Rétt á
eftir kom maður til mín og sagði
mér, að marsvínið hefði sveiflað
mér upp að ströndinni“.
Dr. Georg Lano segir í bók
sinni „Flugmenn í baráttu við
hafið“ frá marsvíni, sem hafi
reynt að ýta fjórum skipreika
flugmönnum í gúmmíbáti til
næstu eyjar. En til allrar óham-
ingju voru Japanir þar fyrir, og
flugmennirnir sáu sig neydda til
að stugga bjargvættinum frá með
árablöðunum.
Hafvísindamenn benda á, að
marsvínin séu í essinu sínu i
ýmsum slysatilfellum. Hugsun
þeirra snýst ekki fyrst og fremst
um það að bjarga lífum, heldur að
ýta hlutum á undan sér. Ég hef
séð ljósmynd, þar sem fjögur