Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 136
t---------------------------------------------------
Þögrvxlir g;eitir af hafi
Eftir Guðmund J. Einarsson frá Brjánslæk.
Otal sagnir eru til um þao,
að ýmsir menn sjái á stundum,
það sem öðrum er hulið, og oft
er það í sambandi við váleg
tíðindi, og einkum áður en þau
gerast. Það er því ekki furða,
þótt almenningur veiti slíku
nokkra athygli, þótt menn
greini á um, hvernig þetta fái
gerzt.
Gamall og góður vinur minn,
Júlíus á Litlanesi í Barða-
strandarsýslu, segir mér nýlega
i bréfi frá tveimur dulrænum
sýnum, er hann sá fyrir mörg-
um árum. Hann var í æsku, og
allt fram yfir þrítugsaldur, þeim
eiginleikum gæddur, að sjá
ýmislegt, sem öðrum var hulið.
Læt ég hann nú sjálfan segja
frá:
Það var seint á góu veturinn
1899, ég var þá vinnumaður í
Svefneyjum á Breiðafirði. Dag
þennan var veður mjög hvasst
og snjókoma mikil, en grisjaði
þó í milli élja. (Sögumaður get-
ur ekki um vindátt, en sennilega
hefur verið vestanátt.) Klukk-
an 11 um kveldið gekk ég út
á hlað, þá var kafaldsátt, en
snjór mikill á jörðu eftir byl-
inn. Sé ég þá til ferða fjögurra
manna, sem voru á leið heim
frá sjónum, þekkti ég þá alla.
Ég sá, hvernig þeir óðu snjó-
inn heim undir bæinn, og náði
— Úr Heim,
hann þeim flestum í hné eða
meira. Fyrstur gekk Bergsveinn
Ölafsson, maður um sextugt,
þá bóndi I Bjarneyjum. Hann
var faðir hins nafnkunna eyja-
bónda, Ólafs i Hvallátrum.
Næstur Bergsveini gekk maður
að nafni Jón Jðhartnsson. Hann
átti þá heima í Rófubúð í
Bjarneyjum, þar næst gekk
Eggert, bóndi í Lágubúð, en
síðastur var Guðmundur, ung-
lingspiltur, sonur Ingibjargar í
Gerðum.
Ég ætlaði að fara að ávarpa
mennina, en þá hurfu þeir mér
inn í gamla bæinn, sem þá var
í eyði. Þóttist ég þá vita, að
ekki væri allt með felldu um
ferð þeirra. Þagði ég því um
atburð þennan. Morguninn eft-
ir kom bátur frá Bjarneyjum.
Fréttist þá, að þessir menn
hefðu allir drukknað daginn
áður, skammt frá lendingu í
Bjarneyjum, að talið var, þvi
að eitthvað af farangri þeirra
rak rétt hjá lendingunni. Þeir
voru að koma úr Stykkishólmi,
og hafa haldið réttri stefnu
þvert yfir flóann, þrátt fyrir
bylinn. Hafa þeir liklega lent
á tanganum, sem er út af eyj-
unni og farizt þar, sennilega um
sama leyti, eða nokkru fyrr en
ég sá sýn þessa heima i Svefn-
eyjum.
. er bezt —