Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 139
FEIGÐARFÖR MARIE JEANNE
147
fylgja föður sínum, og svo var
einnig nú. Antoine Vidot, tvítugur,
horskur og laglegur vélamaður,
fékk þá skipun að útvega brennslu-
efni fyrir 50 mílna ferðalag.
Báturinn lét úr höfn klukkan
11 fyrir hádegi hinn 31. janúar, —
og bátsverjar skeyttu engu aðvör-
unum hafnarvarðarins.
Þegar þeir komu úr landvari,
versnaði í sjóinn. Þrisvar lá við,
að bátnum hvolfdi, þegar vélin bil-
aði. Þeir hefðu átt að ná landi á
Praslin um þrjú-leytið, — en þeir
komu ekki til eyjarinnar fyrr en
um miðnætti. Allir voru gegn-
blautir og stirðir af kulda.
Auguste og Joachim hlupu í ó-
veðrinu til móður Auguste, dóttur
Madame Rose, og báðu hana að
láta niður í tösku, það, sem hún
þyrfti að hafa með sér og fylgja
þeim. En þegar morgnaði, var enn
hafrót, og hún neitaði.
„Þú skalt fara“, sagði hún við
Jules, son sinn. Jules, sem var 17
ára, fylgdi bróður sínum og hin-
um mönnunum. Madame Ange
Finesse og Madame Georges Ar-
issol, sem báðar voru á sextugs-
aldri, slógust í hópinn til þess að
geta séð fornvinkonu sína, Mad-
ame Rose, áður en hún dæi.
Þegar þau voru að leggja af stað,
heyrðist einhver kalla. Það var
Noel Rondeau, 25 ára gamall mat-
reiðslumaður, sem sagði, að sig
langaði til að fara með bauk með
góðgæti og ávöxtum til vinar á
Mahé.
Þau lögðu af stað klukkan 9 á
sunnudagsmorgni, 1. febrúar: tvær
konur, fjórir karlmenn og fjórir
stráklingar. Á strandgötunni sáu
þau fólk á leið til iitlu kirkjunnar
með pálmalaufþakinu, og þau
heyrðu hljóm klukknanna. Þau
signdu sig öíl.
„Við förum til messu á Vict-
oria“, sagði Theodore Corgat.
Louis Laurence stefndi til Mahé.
Fjallið Morne Seychellois, sem er
3000 fet á hæð, sést oft greinilega
í björtu veðri. En í dag var
ekkert að sjá nema gráan, úfinn
sjóinn og svarta skýjabakka.
Gamli bílmótorinn gekk, þar til
þau voru um 8 mílur frá heima-
höfn. Þá hikstaði hann og stanz-
aði. „Þetta nær engri átt,“ sagði
Vidot.
Hann fyllti á geyminn úr vara-
brúsa, og vélin fór aftur i gang, en
nú fann hann, að hann gat ekki
sett í þriðja gír. Þegar hann var
að bisa við að setja aftur í annan
gír, brotnaði gírstöngin, en með
einbeitni og lagi tókst honum að
kippa í gír með því að beita
hnífnum sínum.
Hann glotti sigri hrósandi, þegar
vélin fór aftur í gang, og Marie
Jeanne stefndi til Mahé.
Corgat horfði á tóman gasbrús-