Úrval - 01.06.1962, Blaðsíða 88
96
ÚRVAL
ratsjártjaldinu. Á tjaldinu má fá
mynd af stjörnuhrapsrákinni. Einn-
ig er hægt að ljósmynda hana á
hreyfanlega filmu, og slíkt er mögu
legt, jafnvel þótt mjög sé skýjað.
Það er þannig hægt að ljósmynda
þau stjömuhröp, sem ekki er hægt
að sjá, annað hvort af þeim sökum
að himinninn er skýjaður eða það
er dagsbirta. En þar að auki er
einig hægt að greina stjörnuhröp,
sem eru svo ógreinileg, að ekki er
hægt að sjá þau á stjörnubjartri
nóttu.
Þessi uppgötvun innan stjarn-
fræðitækninnar reyndist mjög þýð-
ingarmikil. Menn uppgötvuðu þá
strax, að það falla miklu fleiri smá-
agnir og miklu meira ryk niður á
jörðina en menn höfðu áður gert
sér í hugarlund. Menn geta reiknað
út, að vísu ekki nákvæmlega, um
hve mörg þúsund tonn er að ræða
daglega. Hinztu örlög ryksins eru
möhnum næsta ókunn. Þó álíta
menn, að fundizt hafi lög af því
sem leðja í hinum miklu hafdjúp-
um. Plánetur þær, sem hafa gufu-
hvolf, hafa þannig nokkurs konar
hlíf, sem ver yfirborð þeirra, því
að ekki má gleyma því, að ögn,
sem fer 30 kílómetra á sekúndu,
færi annars gegnum hvað sem
væri, þótt hún sé svo örsmá.
Tunglið hefur aftur á móti ekk-
ert gufuhvolf, svo að sannanlegt
sé, og því ætti geimryk að finnast
þar. Og mjög ýtarlegar mælingar
á hitastigum á yfirborði tunglsins
virðast benda til þess, að það hafi
utan um sig nokkurs konar „á-
breiðu“ einhvers efnis, sem er góð-
ur hitaeinangrari, líkt og hæfileiki
tunglsins til þess að endurvarpa
ljósi er mjög lítill. Það er því mögu
legt, að tunglið sé rykugt, jafnvel
á kafi í ryki, því að á þeim þrem
milljörðum ára, sem það hefur ver-
ið á ferli, hefur varla verið nokk-
urt afl fyrir hendi, sem hafi getað
ryksogið það með einhvers konar
„geimryksugu".
Gullin regla.
KlNVERSKUR ambassador í Bandaríkjunum lét eftirfarandi
ummæli falla á gullbrúðkaupsdegi sínum:
— Konan ætti að kappkosta að elska mann sinn minna og
reyna að skilja hann betur. Maðurinn ætti að kappkosta að
elska konu sína meira en alls ekki að reyna að skilja hana.
— Det Bedste.